Lífið

Love Island par fjölgar sér

Elísabet Hanna skrifar
Tommy Fury og Molly-Mae Hague lentu í öðru sæti í Love Island.
Tommy Fury og Molly-Mae Hague lentu í öðru sæti í Love Island. Getty/David M. Benett

Love Island parið Molly Mae Hague og Tommy Fury eiga von á barni saman. Þau tilkynntu komu barnsins í færslu á Instagram miðlum sínum í gær. Parið kynntist í fimmtu seríu af raunveruleikaþáttunum árið 2019. 

Það voru þau Amber Gill og Greg O'Shea sem stóðu uppi sem sigurvegarar í fimmtu seríunni. Foreldrarnir tilvonandi hrepptu annað sætið. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið verðlaunaféð má segja að þau hafi unnið hinn eina sanna sigur með ástinni. Parið flutti inn saman mánuði eftir að hafa komið heim af eyjunni. Í dag starfar Molly Mae hjá tískufyrirtækinu Pretty Little Thing og Tommy er boxari. 

Í þáttunum bað Tommy Molly Mae um að byrja með sér með hjálp Ellie Belly, sem er bangsinn hennar. 

Molly Mae kom til Íslands í síðasta mánuði og stoppaði meðal annars á Hamborgarabúllu Tómasar eða Tommi's Burger Joint líkt og staðurinn kallast á ensku. Hún sagðist hafa þurft að fara þangað þar sem kærastinn hennar heitir Tommy.


Tengdar fréttir

Um­deild Love Is­land stjarna komin til Ís­lands

Breska fyrirsætan og Love Island stjarnan Molly-Mae Hague er á Íslandi um þessar mundir. Af myndum Molly á Instagram story að dæma kom hún til landsins fyrr í dag og virðist vera stödd hér vegna myndatöku.

Óvænt úrslit í Love Island

Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.