Ríkið þurfi að fylgjast betur með meðferðaraðilum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 20:31 Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands segir almenning bera of mikla ábyrgð. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sálfræðingafélags Íslands kallar eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur um störf meðferðaraðila sem eru ekki heilbrigðisstarfsmenn. Ábyrgðin eigi ekki að liggja á herðum almennings, eins og hún gerir nú. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Jón Sigurður Karlsson, sem hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í áraraðir, sinni enn störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa misst starfsleyfið. Embætti landlæknis hefur borist fjöldi kvartana vegna þessa en skjólstæðingar hans, sem fréttastofa hefur rætt við, segjast hafa greitt honum fyrir greiningar sem eru ekki teknar gildar af geðlæknum. Jón sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi veitt skjólstæðingum ráðgjöf, sem markþjálfi en ekki sem sálfræðingur. Á heimasíðu Jóns kemur þó ekkert fram sem bendir til að hann hafi ekki starfsleyfi sem sálfræðingur. Þar kemur fram að hann hafi starfað sem klínískur sálfræðingur í áratugi og vinni við ýmis konar greiningarvinnu. Þá er hann skráður sem sálfræðingur á já.is. Vegna þess að Jón er ekki með starfsleyfi heyrir það ekki undir eftirlit embættis landlæknis. „Þegar fólk er ekki heilbrigðisstarfsfólk en er að veita þjónustu er enginn sem er með eftirlit með þeim,“ segir Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands. „Og fólk veit ekki hvert það á að snúa sér ef það kemur í ljós að þjónustan er ekki það sem þau voru búin að vonast eftir. Auka þurfi eftirlit með þeim sem auglýsi sig sem meðferðaraðila og veiti slíka þjónustu. Í málum eins og þessu, er ábyrgðin of mikil á einstaklingum? „Já, ég myndi telja það. Það er of mikil ábyrgð sett á almenning að vera vakandi fyrir því hvort að viðkomandi sé heilbrigðisstarfsmaður eða ekki. Ég tel að ríkið þurfi að koma þar sterkara inn, til að hjálpa almenningi og upplýsa hann.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. 24. september 2022 18:35 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Jón Sigurður Karlsson, sem hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í áraraðir, sinni enn störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa misst starfsleyfið. Embætti landlæknis hefur borist fjöldi kvartana vegna þessa en skjólstæðingar hans, sem fréttastofa hefur rætt við, segjast hafa greitt honum fyrir greiningar sem eru ekki teknar gildar af geðlæknum. Jón sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi veitt skjólstæðingum ráðgjöf, sem markþjálfi en ekki sem sálfræðingur. Á heimasíðu Jóns kemur þó ekkert fram sem bendir til að hann hafi ekki starfsleyfi sem sálfræðingur. Þar kemur fram að hann hafi starfað sem klínískur sálfræðingur í áratugi og vinni við ýmis konar greiningarvinnu. Þá er hann skráður sem sálfræðingur á já.is. Vegna þess að Jón er ekki með starfsleyfi heyrir það ekki undir eftirlit embættis landlæknis. „Þegar fólk er ekki heilbrigðisstarfsfólk en er að veita þjónustu er enginn sem er með eftirlit með þeim,“ segir Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands. „Og fólk veit ekki hvert það á að snúa sér ef það kemur í ljós að þjónustan er ekki það sem þau voru búin að vonast eftir. Auka þurfi eftirlit með þeim sem auglýsi sig sem meðferðaraðila og veiti slíka þjónustu. Í málum eins og þessu, er ábyrgðin of mikil á einstaklingum? „Já, ég myndi telja það. Það er of mikil ábyrgð sett á almenning að vera vakandi fyrir því hvort að viðkomandi sé heilbrigðisstarfsmaður eða ekki. Ég tel að ríkið þurfi að koma þar sterkara inn, til að hjálpa almenningi og upplýsa hann.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. 24. september 2022 18:35 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. 24. september 2022 18:35