Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 16:05 Eins og sjá má á myndinni hefur fjölmörgum vegum verið lokað. Vegagerðin Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. Ingibjörg Benediktsdóttir situr í aðgerðastjórn Landsbjargar og stýrir aðgerðum á Húsavík í samráði við björgunarsveitir og lögreglu. Hún segir í samtali við fréttastofu að verið sé að kalla út fleiri björgunarsveitir á svæðinu. Rúv greindi fyrst frá. „Við erum að byrja að reyna að ferja fólkið í burtu eins og hægt er. En sums staðar er bara hreinlega ekki hægt að fara út úr bílum þannig að við biðjum fólk um að vera í bílunum þangað til björgunarsveitir koma á svæðið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að um sé að ræða erlenda ferðamenn, margir á húsbílum eða illa útbúnum litlum bílum. „Það er aðallega vindurinn. Það er rosalega hvasst þarna. Það er einn [húsbíll] sem fór á hliðina svo ég viti til en það var eftir að björgunarsveitarmaður náði fólkinu úr bílnum og hann horfði bara á bílinn fara á hliðina.“ Hvað heldurðu að valdi því að fólk hætti sér út í óveðrið? „Ég held að fólk vanmeti þetta bara. Kannski vantar upp á upplýsingagjöf, ég veit það ekki. En fólk er ábyggilega illa upplýst af því að ef þú ferð af stað í húsbíl í svona veðri, þá veistu ekki hvað er að gerast,“ segir Ingibjörg. Veður Björgunarsveitir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira
Ingibjörg Benediktsdóttir situr í aðgerðastjórn Landsbjargar og stýrir aðgerðum á Húsavík í samráði við björgunarsveitir og lögreglu. Hún segir í samtali við fréttastofu að verið sé að kalla út fleiri björgunarsveitir á svæðinu. Rúv greindi fyrst frá. „Við erum að byrja að reyna að ferja fólkið í burtu eins og hægt er. En sums staðar er bara hreinlega ekki hægt að fara út úr bílum þannig að við biðjum fólk um að vera í bílunum þangað til björgunarsveitir koma á svæðið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að um sé að ræða erlenda ferðamenn, margir á húsbílum eða illa útbúnum litlum bílum. „Það er aðallega vindurinn. Það er rosalega hvasst þarna. Það er einn [húsbíll] sem fór á hliðina svo ég viti til en það var eftir að björgunarsveitarmaður náði fólkinu úr bílnum og hann horfði bara á bílinn fara á hliðina.“ Hvað heldurðu að valdi því að fólk hætti sér út í óveðrið? „Ég held að fólk vanmeti þetta bara. Kannski vantar upp á upplýsingagjöf, ég veit það ekki. En fólk er ábyggilega illa upplýst af því að ef þú ferð af stað í húsbíl í svona veðri, þá veistu ekki hvað er að gerast,“ segir Ingibjörg.
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira