Lífið

Fyrsta barn Gretu Salóme á leiðinni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Greta Salóme á nú von á sínu fyrsta barni.
Greta Salóme á nú von á sínu fyrsta barni.

Tónlistarmaðurinn Greta Salóme Stefánsdóttir á von á sínu fyrsta barni með Elvari Þór Karlssyni, unnusta sínum. Hún er nú komin um 30 vikur á leið.

„Leyndarmálið er loksins opinbert. Hef verið að vinna að „smá“ verki sem verður frumsýnt eftir um tíu vikur,“ skrifar Gréta Salóme á Instagram þar sem hún greinir frá gleðitíðindunum.

Greta og Elvar trúlofuðust árið 2018 og fluttu nýverið í einbýlishús í Mosfellsbæ.

Greta, sem m.a. hefur leikið á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hefur tvisvar verið fulltrúi Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, árin 2012 og 2016 og fylgdi Elvar unnustu sinni út í bæði skiptin.


Tengdar fréttir

Greta Salóme trúlofuð

Greta og Elvar hafa verið par í nokkur ár en ástin kviknaði þegar Elvar þjálfaði Gretu í boot-camp.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.