Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2022 11:45 Freyja Haraldsdóttir segir leikstjóra Sem á himni ekki geta vitað upp á hár hvað fatlað fólk gengur í gegnum þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Vísir Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. Umræða hefur skapast um birtingu fötluðu persónunnar Dodda í verkinu Sem á himni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Nína Hjálmarsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, sagði persónuna ýta yndir skaðlegar staðalímyndir um fatlað fólk og spurði hvers vegna ekki var fundinn fatlaður einstaklingur til að leika Dodda. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri Sem á himni, svaraði í gær fyrir gagnrýnina. Hún sagði að málefni fatlaðra standi henni sérstaklega nærri þar sem hún eigi fatlað barn. Hún hafi meðal annars tekið að sér leikstjórn verksins til að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélaginu. Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir í Facebook-færslu það hafa verið erfitt að lesa svar Unnar. Hún trúi því að Unni sé annt um stöðu fatlaðs fólks og að hún upplifi þær tilfinningar sem hún segist gera. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóra, um málið. „Það breytir því hinsvegar ekki að yfirlýsingin gefur ekki til kynna að hún eða aðstandendur sýningarinnar ætli að gefa röddum fatlaðs fólks, um viðfangsefni fötlunar í sýningunni vægi og pláss, né gangast við ábyrgðinni, biðjast afsökunar á ableismanum og útlista í detailum hvernig á að gera betur næst. Sýna auðmýkt og hlusta - og leitast við að skilja,“ segir Freyja. Hún segir Unni falla í sömu gryfju og margir, að láta málið snúast um tilfinningar ófatlaðs fólks. Hún segir Unni vera að „able-splaina“ (útskýra fyrir fötluðu fólki hvað fatlanir eru í raun og veru). Freyja segir það vera algjöran misskilning að foreldrar fatlaðra barna viti hvað fatlað fólk gangi í gegnum. Foreldrar sjái jú hvað er að gerast en verða þó ekki fyrir sömu fordómum og þeir sem fatlaðir eru. „Þau vita ekki hvernig það er að sitja í kvikmyndahúsi og leikhúsi og hlusta á aðra áhorfendur veltast um af hlátri yfir niðurlægingum sem fatlað fólk verður gjarnan fyrir. Eða hvernig það raunverulega er að verða fyrir útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Og að geta hvergi speglað sig í öðru fötluðu fólki á sviði,“ segir Freyja. Hún segir það að vera foreldri fatlaðs barns gefi ekki sjálfkrafa túlkunar- og skilgreiningarvald, hvað þá nægilega innsýn eða skilning til að segja sögu fatlaðs fólks án aðkomu frá fötluðu fólki. „Ég vona að aðstandur þessarar sýningar muni amk. einn daginn hrökkva úr vörn, axla ábyrgð og endurtaka ekki þessa langþreyttu birtingarmyndir fötlunar og sleppi takinu á valdinu yfir okkar sögum,“ segir Freyja. Í fyrri færslu á Facebook-síðu sinni segir Freyja að hún hafi ekki séð umrædda sýningu, Sem á himni, og treysti sé ekki til þess því hún sé „búin með lífsskammtinn af að sitja í leikhúsi og bíó og horfa á fatlað fólk smættað, niðurlægt og skrumskælt og heyra salinn hlæja eða aumkast yfir enn eini staðalmyndinni“. Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Umræða hefur skapast um birtingu fötluðu persónunnar Dodda í verkinu Sem á himni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Nína Hjálmarsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, sagði persónuna ýta yndir skaðlegar staðalímyndir um fatlað fólk og spurði hvers vegna ekki var fundinn fatlaður einstaklingur til að leika Dodda. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri Sem á himni, svaraði í gær fyrir gagnrýnina. Hún sagði að málefni fatlaðra standi henni sérstaklega nærri þar sem hún eigi fatlað barn. Hún hafi meðal annars tekið að sér leikstjórn verksins til að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélaginu. Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir í Facebook-færslu það hafa verið erfitt að lesa svar Unnar. Hún trúi því að Unni sé annt um stöðu fatlaðs fólks og að hún upplifi þær tilfinningar sem hún segist gera. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóra, um málið. „Það breytir því hinsvegar ekki að yfirlýsingin gefur ekki til kynna að hún eða aðstandendur sýningarinnar ætli að gefa röddum fatlaðs fólks, um viðfangsefni fötlunar í sýningunni vægi og pláss, né gangast við ábyrgðinni, biðjast afsökunar á ableismanum og útlista í detailum hvernig á að gera betur næst. Sýna auðmýkt og hlusta - og leitast við að skilja,“ segir Freyja. Hún segir Unni falla í sömu gryfju og margir, að láta málið snúast um tilfinningar ófatlaðs fólks. Hún segir Unni vera að „able-splaina“ (útskýra fyrir fötluðu fólki hvað fatlanir eru í raun og veru). Freyja segir það vera algjöran misskilning að foreldrar fatlaðra barna viti hvað fatlað fólk gangi í gegnum. Foreldrar sjái jú hvað er að gerast en verða þó ekki fyrir sömu fordómum og þeir sem fatlaðir eru. „Þau vita ekki hvernig það er að sitja í kvikmyndahúsi og leikhúsi og hlusta á aðra áhorfendur veltast um af hlátri yfir niðurlægingum sem fatlað fólk verður gjarnan fyrir. Eða hvernig það raunverulega er að verða fyrir útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Og að geta hvergi speglað sig í öðru fötluðu fólki á sviði,“ segir Freyja. Hún segir það að vera foreldri fatlaðs barns gefi ekki sjálfkrafa túlkunar- og skilgreiningarvald, hvað þá nægilega innsýn eða skilning til að segja sögu fatlaðs fólks án aðkomu frá fötluðu fólki. „Ég vona að aðstandur þessarar sýningar muni amk. einn daginn hrökkva úr vörn, axla ábyrgð og endurtaka ekki þessa langþreyttu birtingarmyndir fötlunar og sleppi takinu á valdinu yfir okkar sögum,“ segir Freyja. Í fyrri færslu á Facebook-síðu sinni segir Freyja að hún hafi ekki séð umrædda sýningu, Sem á himni, og treysti sé ekki til þess því hún sé „búin með lífsskammtinn af að sitja í leikhúsi og bíó og horfa á fatlað fólk smættað, niðurlægt og skrumskælt og heyra salinn hlæja eða aumkast yfir enn eini staðalmyndinni“.
Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels