„Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Snorri Másson skrifa 22. september 2022 19:34 Katrín segist hafa frétt af málinu í gær. Stöð 2 Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir að hún hafi frétt af málinu í gær en í kjölfarið hafi fulltrúar í þjóðaröryggisráði verið látin vita. Mál sem þessi sem hún segir megi skilgreina sem hryðjuverk, varði þjóðaröryggi. „Auðvitað verður manni illa við. Hins vegar er það auðvitað svo, dapurlegt sem það nú er, að við Íslendingar getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar auðvitað hafa upplifað,“ segir Katrín. Aðspurð hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar eigi að venjast segir Katrín atburðinn gríðarlega alvarlegan. Málið sé enn til rannsóknar en erfitt sé að taka utan um mál sem þessi þar sem vopnin séu heimatilbúin. „Það er ekki hægt til dæmis að fylgjast með innflutningi eins og hefðin hefur verið hingað til, heldur er þetta er búið til með löglegum tólum og tækjum. En ég vil segja það að lögreglan auðvitað stóð sig gríðarlega vel í að taka utan um mjög hættulega stöðu,“ segir Katrín. Hún svarar því ekki hvort henni eða öðrum stjórnmálamönnum hafi verið ógnað en staðfestir að nokkrar stofnanir ríkisins hafi verið taldar í hættu. Hún segir skipta máli að lært sé af atburðum sem þessum og að lögreglan sé efld til þess að megi takast á við atburði sem þessa. Viðtalið við forsætisráðherra má sjá hér að ofan en það hefst á 06:52. Skotvopn Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir að hún hafi frétt af málinu í gær en í kjölfarið hafi fulltrúar í þjóðaröryggisráði verið látin vita. Mál sem þessi sem hún segir megi skilgreina sem hryðjuverk, varði þjóðaröryggi. „Auðvitað verður manni illa við. Hins vegar er það auðvitað svo, dapurlegt sem það nú er, að við Íslendingar getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar auðvitað hafa upplifað,“ segir Katrín. Aðspurð hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar eigi að venjast segir Katrín atburðinn gríðarlega alvarlegan. Málið sé enn til rannsóknar en erfitt sé að taka utan um mál sem þessi þar sem vopnin séu heimatilbúin. „Það er ekki hægt til dæmis að fylgjast með innflutningi eins og hefðin hefur verið hingað til, heldur er þetta er búið til með löglegum tólum og tækjum. En ég vil segja það að lögreglan auðvitað stóð sig gríðarlega vel í að taka utan um mjög hættulega stöðu,“ segir Katrín. Hún svarar því ekki hvort henni eða öðrum stjórnmálamönnum hafi verið ógnað en staðfestir að nokkrar stofnanir ríkisins hafi verið taldar í hættu. Hún segir skipta máli að lært sé af atburðum sem þessum og að lögreglan sé efld til þess að megi takast á við atburði sem þessa. Viðtalið við forsætisráðherra má sjá hér að ofan en það hefst á 06:52.
Skotvopn Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira