Innlent

Kristín Linda nýr for­maður samninga­nefndar ríkisins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristín Linda á spennandi samningavetur fyrir höndum í nýju hlutverki.
Kristín Linda á spennandi samningavetur fyrir höndum í nýju hlutverki.

Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, verður nýr formaður samninganefndar ríkisins. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þessa dagana er unnið að því að ljúka skipan samninganefndarinnar fyrir komandi kjaraviðræður.

Gildandi kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna flestir skeið sitt á enda á síðasta ársfjórðungi þessa árs en gildistími kjarasamninga opinberra starfsmanna er í flestum tilvikum til loka marsmánaðar. Bandalög opinberra starfsmanna hafa óskað eftir að kjaraviðræður hefjist sem fyrst og er skipan nýs formanns liður í undirbúningi við að hefja það samtal.

„Gert er ráð fyrir að aðrir í nefndinni komi úr röðum starfsfólks kjara- og mannauðssýslu ríkisinis (KMR) og ráðuneyta og eftir atvikum frá stofnunum ríkisins með þekkingu á kjarasamningsumhverfi stærstu starfsstétta hins opinbera,“ segir á vef Stjórnarráðsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×