Innlent

Bein útsending: Tryggjum leiðina....

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagskráin er fjölbreytt.
Dagskráin er fjölbreytt.

21. september er alþjóðlegur dagur heilabilunar. Efnt er til málþings Alzheimer-samtakanna í Háskólabíó sem hefst klukkan 16:30 og stendur í tvær klukkustundir.

Fundarstjóri er Sigurjón Þórðarson. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Málþingið ber yfirskriftina „Tryggjum leiðina“ en þar koma fram sérfræðingar og aðstandendur.

Dagskráin:

  • Hvert stefnum við? Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
  • Seiglan - Þjónustu- og virknimiðstöð. Harpa Björgvinsdóttir verkefnastjóri Seiglunnar.
  • Reynslusaga úr Seiglunni. Hrefna Pedersen aðstandandi.
  • Greiðum leiðina - Greiningarferlið og eftirfylgd eftir greiningu. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala.
  • Byggjum brýr. Emil Emilsson aðstandandi.
  • Dönsum í takt - Bætt þjónusta í heimahúsi til framtíðar. Margrét Guðnadóttir sérfræðingur í heimahjúkrun og doktorsnemi við Háskóla Íslands.

Streymi má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

„Minnir mann á hvað þetta snýst allt um“

Fjöldin allur af fjölbreyttu fólki í ólíku formi kemur saman á laugardaginn og hleypur til styrktar mikilvægra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum hlaupurum sem eru þekktir einstaklingar í samfélaginu. Þau fara ólíkar vegalengdir fyrir ólíkan málstað en eru sammála um samheldnina, fegurðina og gleðina sem einkennir þessa morgunstund á Menningarnótt.

Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel

Hvernig bregst maður við þegar makinn greinist með Alzheimer aðeins um fimmtug að aldri? Fyrir tæpum sex árum stóð Magnús Karl Magnússon læknir í þeirri stöðu að eiginkona hans lögmaðurinn Ellý Katrín Guðmundsdóttir fékk greiningu. Farið var yfir söguna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×