Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 21:25 Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hringrásar skar vindmylluna niður í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. Þegar fréttastofa mætti í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra rétt fyrir klukkan tvö í dag var búið að undirbúa fall vindmyllunnar og ráðgert að aðeins kortersvinnu þyrfti til viðbótar til að fella mylluna. Eftir nokkra bið hófst vinnan en verklok frestuðust. Myllan féll ekki til jarðar. Áhorfendur biðu í ofvæni og vonuðust til þess eins að verkið gengi betur en þegar tvíburavindmylla þessarar var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í byrjun árs en það verk tók átta klukkustundir og sex sprengingar. „Ég held það hafi fyrst og fremst verið það að Landhelgisgæslan hafi viljað æfa sig og prófa sinn búnað og fékk þarna tækifæri til að gera það. Þetta var ágætt hjá okkur, þetta hafðist ágætlega,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar sem sá um niðurrif myllunnar í dag. Rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis féll myllan eftir að búið var að skera aðeins meira í hana og tjakka hana upp öðru megin til að hjálpa þyngdaraflinu að koma henni til jarðar. „Svo fór þetta ekki alveg eins og við ætluðum, við vorum búin að skera hana í rétta flóa og annað en vegna ofsalegs vinds hérna þá leitaði hún við að sitja í hælinn. Þannig að við urðum að bregða á það ráð að fá þennan tjakk til að vega upp á móti og þá gekk þetta en við vorum samt ekki nema klukkutíma og tuttugu mínútum of seinir,“ segir Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hrinrásar. Féll myllan alveg eins og þið gerðuð ráð fyrir? „Jájá, og gerði það mjög tignarlega.“ Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorka Tengdar fréttir Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þegar fréttastofa mætti í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra rétt fyrir klukkan tvö í dag var búið að undirbúa fall vindmyllunnar og ráðgert að aðeins kortersvinnu þyrfti til viðbótar til að fella mylluna. Eftir nokkra bið hófst vinnan en verklok frestuðust. Myllan féll ekki til jarðar. Áhorfendur biðu í ofvæni og vonuðust til þess eins að verkið gengi betur en þegar tvíburavindmylla þessarar var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í byrjun árs en það verk tók átta klukkustundir og sex sprengingar. „Ég held það hafi fyrst og fremst verið það að Landhelgisgæslan hafi viljað æfa sig og prófa sinn búnað og fékk þarna tækifæri til að gera það. Þetta var ágætt hjá okkur, þetta hafðist ágætlega,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar sem sá um niðurrif myllunnar í dag. Rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis féll myllan eftir að búið var að skera aðeins meira í hana og tjakka hana upp öðru megin til að hjálpa þyngdaraflinu að koma henni til jarðar. „Svo fór þetta ekki alveg eins og við ætluðum, við vorum búin að skera hana í rétta flóa og annað en vegna ofsalegs vinds hérna þá leitaði hún við að sitja í hælinn. Þannig að við urðum að bregða á það ráð að fá þennan tjakk til að vega upp á móti og þá gekk þetta en við vorum samt ekki nema klukkutíma og tuttugu mínútum of seinir,“ segir Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hrinrásar. Féll myllan alveg eins og þið gerðuð ráð fyrir? „Jájá, og gerði það mjög tignarlega.“
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorka Tengdar fréttir Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45
Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir