Innlent

Sex sóttu um stöðu lög­reglu­stjórans á Vest­fjörðum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sveitarfélögin innan umdæmis lögreglustjórans á Vestfjörðum eru níu talsins.
Sveitarfélögin innan umdæmis lögreglustjórans á Vestfjörðum eru níu talsins. Vísir/Vilhelm

Karl Ingi Vilbergsson fyrrverandi lögreglustjóri á Vestfjörðum lét af störfum í ágúst síðastliðnum. Sex einstaklingar sóttu um stöðu lögreglustjórans sem auglýst var af dómsmálaráðuneytinu.

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra er settur lögreglustjóri á Vestfjörðum og gegnir stöðunum tveimur samhliða þar til nýr lögreglustjóri hefur verið skipaður á Vestfjörðum. 

Dómsmálaráðherra skipar í stöðu lögreglustjóra til fimm ára í senn en samkvæmt vef stjórnarráðsins er reiknað með að skipað verði í embættið frá og með 1. nóvember næstkomandi. 

Þeir sem sóttu um stöðu lögreglustjórans á Vestfjörðum eru eftirfarandi:

  • Einar Thorlacius lögfræðingur
  • Gísli Rúnar Gíslason deildarstjóri/lögfræðingur
  • Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari
  • María Káradóttir aðstoðarsaksóknari
  • Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknari
  • Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari

Lögreglustjóri Vestfjarða er með aðsetur á Ísafirði og sveitarfélögin innan umdæmis lögreglustjórans eru Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.

Fréttin var uppfærð klukkan 22:06 með tilliti til þess hver sinnir starfi lögreglustjóra þar til nýr hefur verið skipaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×