Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Í kvöldfréttum greinum við frá því að hættustigi hefur verið lýst yfir á landamærunum vegna fordæmalauss fjölda hælisleitenda. Hátt í þrjú þúsund manns hafa sótt um alþjóðlega vernd á það sem af er ári og eru innviðir við það að bresta.

Við heyrum í veðurfræðingi sem segir engan mælanlegan árangur vera af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform. Hagfræðiprófessor segir aukna jarðrækt geta skipt sköpum en þá þurfi að frelsa bændur undan of miklu regluverki.

Félag prestvígðra kvenna krefst þess afsagnar formanns Prestafélagsins vegna þess að hann hafi tekið afstöðu með gerandi í áreitnismálum. Hann segir ásakanirnar byggða á lygum.

Og við kíkjum á röðina að viðhafnarbörum Elísabetar drottningar í Westminster sem var lokað fyrir um tíma þegar röðin var orðin átta kílómetra löng.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×