Innlent

Á­tján ára stunginn á leiðinni á í­þrótta­æfingu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ráðist var á drenginn í undirgöngum á Sprengisandi.
Ráðist var á drenginn í undirgöngum á Sprengisandi. Vísir/Vilhelm

Átján ára piltur var stunginn þrívegis í undirgöngum við Sprengisand í Reykjavík seinnipartinn í gær. Pilturinn er með þroskaskerðingu en hann var á leið á íþróttaæfingu þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn reyndi að hafa af honum hjól áður en hann réðst til atlögu.

Ríkisútvarpið greinir frá.

Pilturinn er ekki talinn í lífshættu en hann var fluttur á gjörgæslu til aðhlynningar, þar sem hann fór í aðgerð. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins hefur árásarmaðurinn verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. október næst komandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×