Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2022 15:01 Elín Soffía Harðardóttir segir það ekki eiga að líðast að fólk deili myndböndum af öðrum á samfélagsmiðlum án samþykkis. Vísir/Egill Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var myndbandi úr öryggismyndavél við heimahús deilt á Twitter. Á því mátti sjá Elínu Soffíu Harðardóttur sjálfboðaliða hjá Samfylkingunni dreifa rósum og grín sem gert var á hennar kostnað. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér, þegar hún stóð við húsið þar sem myndbandið var tekið upp, að það væri myndavél á staðnum. Þegar hún kom heim í lok dagsins fékk hún símtal frá sonum sínum. „Veistu það er verið að trenda þig á twitter og ég sagði hvað er það af því ég er ekki einu sinni á twitter og þá sögðu þeir að það eru mörg þúsund manns búin að skoða myndbandið af þér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri verið að deila að mér forspurðri og reyna að gera lítið úr mér,“ segir Elín Soffía. Sjá má viðtal við Elínu Soffíu í heild sinni að neðan. Hún segir afleitt að fólk stundi þá iðju að deila myndböndum af öðrum. „Ég skil stundum alveg að fólk sé með einhverjar myndavélar í öryggisskyni en mér finnst ekki að fólk geti deilt myndböndum án þess að fólk viti af því og að þeim forspurðum. Ég kæri mig ekkert um að það sé verið að taka myndir af mér einhvers staðar og setja inn á samfélagsmiðla.“ Elín Soffía skoðaði að kvarta yfir sínu máli til Persónuverndar en gerði það ekki formlega. Hún segir marga ekki átta sig á hversu víða myndavélar eru og hversu oft sé verið að taka upp það sem fólk segir. „Auðvitað er þetta innrás á einkalíf fólks og það er verið að taka upp börn og deila börnum. Þú veist þetta á náttúrulega ekki að líðast.“ Þá blöskri mörgum myndbirtingar úr öryggismyndavélunum. „Fólk sem ég þekki ekki og eru ekki vinir mínir voru að senda mér stuðningsyfirlýsingar á Facebook af því fólk var bara svo gáttað að menn skyldu láta sér detta þetta í hug,“ segir Elín Soffía. Sjálfri hefði henni þótt vænt um afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp en sú afsökunarbeiðni barst aldrei. „Nei, ég hef aldrei heyrt í honum. Hann gerði það ekki. Mér hefði hins vegar þótt vænt um það hefði hann gert það.“ Netöryggi Persónuvernd Samfylkingin Tengdar fréttir Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var myndbandi úr öryggismyndavél við heimahús deilt á Twitter. Á því mátti sjá Elínu Soffíu Harðardóttur sjálfboðaliða hjá Samfylkingunni dreifa rósum og grín sem gert var á hennar kostnað. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér, þegar hún stóð við húsið þar sem myndbandið var tekið upp, að það væri myndavél á staðnum. Þegar hún kom heim í lok dagsins fékk hún símtal frá sonum sínum. „Veistu það er verið að trenda þig á twitter og ég sagði hvað er það af því ég er ekki einu sinni á twitter og þá sögðu þeir að það eru mörg þúsund manns búin að skoða myndbandið af þér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri verið að deila að mér forspurðri og reyna að gera lítið úr mér,“ segir Elín Soffía. Sjá má viðtal við Elínu Soffíu í heild sinni að neðan. Hún segir afleitt að fólk stundi þá iðju að deila myndböndum af öðrum. „Ég skil stundum alveg að fólk sé með einhverjar myndavélar í öryggisskyni en mér finnst ekki að fólk geti deilt myndböndum án þess að fólk viti af því og að þeim forspurðum. Ég kæri mig ekkert um að það sé verið að taka myndir af mér einhvers staðar og setja inn á samfélagsmiðla.“ Elín Soffía skoðaði að kvarta yfir sínu máli til Persónuverndar en gerði það ekki formlega. Hún segir marga ekki átta sig á hversu víða myndavélar eru og hversu oft sé verið að taka upp það sem fólk segir. „Auðvitað er þetta innrás á einkalíf fólks og það er verið að taka upp börn og deila börnum. Þú veist þetta á náttúrulega ekki að líðast.“ Þá blöskri mörgum myndbirtingar úr öryggismyndavélunum. „Fólk sem ég þekki ekki og eru ekki vinir mínir voru að senda mér stuðningsyfirlýsingar á Facebook af því fólk var bara svo gáttað að menn skyldu láta sér detta þetta í hug,“ segir Elín Soffía. Sjálfri hefði henni þótt vænt um afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp en sú afsökunarbeiðni barst aldrei. „Nei, ég hef aldrei heyrt í honum. Hann gerði það ekki. Mér hefði hins vegar þótt vænt um það hefði hann gert það.“
Netöryggi Persónuvernd Samfylkingin Tengdar fréttir Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00
Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43