Dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2022 11:03 Inga Sæland formaður Flokks fólksins stefnir á ferð til Akureyrar til að ræða við þá sem tengjast málinu. vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins þvertekur fyrir að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Hún segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um ásakanir þriggja kvenna innan flokksins á Akureyri á hendur ónefndum flokksbræðrum sínum. Konurnar sögðust vera sífellt lítilsvirtar og hunsaðar af körlunum, jafnvel kallaðar of geðveikar til að hægt væri að taka mark á þeim og loks segjast þær sumar hafa mátt sæta kynferðislegu áreiti og óviðeigandi framkomu af hálfu karla innan flokksins fyrir norðan. Jón Hjaltason, sem sat í þriðja sæti á lista flokksins, vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í samtali við Vísi og hefur tilkynnt að hann muni krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum. Hann sagði að þær væru mannorðsskemmandi og óhjákvæmilega liggju nú allir karlar í flokkum fyrir norðan undir grun um kynferðislegt áreiti. Inga Sæland, formaður flokksins, ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. „Þess vegna var það náttúrulega dapurt að koma með þetta hugtak, kynferðislega áreitni, fram það er eins og allir liggi þá undir sama grun, sem er ekki. Það er mjög óviðurkvæmilegt. Og ég get sagt það hér að það er enginn í forystusveitinni sem liggur undir neinu slíku ámæli, engu,“ sagði Inga. Stjórn flokksins mun ekki rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni. „Ég segi bara einfaldlega að það er ekki á okkar borði ef það er um eitthvað kynferðislegt að ræða. Þá er það ekki mitt eða stjórnar Flokks fólksins að fara að fjalla um slík mál. Það mál er ekki þannig vaxið að við förum að blanda okkur í það í stjórn Flokks fólksins. Við erum ekki dómstóll eða ákæruvald.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er það helst bréf sem konurnar segja oddvita flokksins Brynjólf Ingvarsson hafa skrifað um þær og hótað að birta sem er til skoðunar. Stjórnin mun á næstunni fara yfir gríðarlegan fjölda tólvupósta milli kvennanna og þeirra karla sem um ræðir. Brynjólfur vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Reka ekki „fjölskyldumeðlimi“ að óþörfu Inga segist ekki ætla að flýta sér um of að fella dóm í málinu. Stjórnin ætlar að ferðast til Akureyrar á næstunni til að reyna að ræða við alla sem koma að málinu. „Við náttúrulega gerum allt til þess að vera áfram í fjölskyldunni. Við rekum enga fjölskyldumeðlimi í burtu ef að það er óþarfi. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Inga. Inga sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt hefði verið á ferð stjórnar norður um helgina en það hefði ekki gengið upp. Fram að helgi væru nóg verkefni að takast á við á þingi og því ljóst að ekkert verður af fundum milli stjórnar og forystunnar á Akureyri fyrr en í næstu viku. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Sjá meira
Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um ásakanir þriggja kvenna innan flokksins á Akureyri á hendur ónefndum flokksbræðrum sínum. Konurnar sögðust vera sífellt lítilsvirtar og hunsaðar af körlunum, jafnvel kallaðar of geðveikar til að hægt væri að taka mark á þeim og loks segjast þær sumar hafa mátt sæta kynferðislegu áreiti og óviðeigandi framkomu af hálfu karla innan flokksins fyrir norðan. Jón Hjaltason, sem sat í þriðja sæti á lista flokksins, vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í samtali við Vísi og hefur tilkynnt að hann muni krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum. Hann sagði að þær væru mannorðsskemmandi og óhjákvæmilega liggju nú allir karlar í flokkum fyrir norðan undir grun um kynferðislegt áreiti. Inga Sæland, formaður flokksins, ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. „Þess vegna var það náttúrulega dapurt að koma með þetta hugtak, kynferðislega áreitni, fram það er eins og allir liggi þá undir sama grun, sem er ekki. Það er mjög óviðurkvæmilegt. Og ég get sagt það hér að það er enginn í forystusveitinni sem liggur undir neinu slíku ámæli, engu,“ sagði Inga. Stjórn flokksins mun ekki rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni. „Ég segi bara einfaldlega að það er ekki á okkar borði ef það er um eitthvað kynferðislegt að ræða. Þá er það ekki mitt eða stjórnar Flokks fólksins að fara að fjalla um slík mál. Það mál er ekki þannig vaxið að við förum að blanda okkur í það í stjórn Flokks fólksins. Við erum ekki dómstóll eða ákæruvald.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er það helst bréf sem konurnar segja oddvita flokksins Brynjólf Ingvarsson hafa skrifað um þær og hótað að birta sem er til skoðunar. Stjórnin mun á næstunni fara yfir gríðarlegan fjölda tólvupósta milli kvennanna og þeirra karla sem um ræðir. Brynjólfur vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Reka ekki „fjölskyldumeðlimi“ að óþörfu Inga segist ekki ætla að flýta sér um of að fella dóm í málinu. Stjórnin ætlar að ferðast til Akureyrar á næstunni til að reyna að ræða við alla sem koma að málinu. „Við náttúrulega gerum allt til þess að vera áfram í fjölskyldunni. Við rekum enga fjölskyldumeðlimi í burtu ef að það er óþarfi. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Inga. Inga sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt hefði verið á ferð stjórnar norður um helgina en það hefði ekki gengið upp. Fram að helgi væru nóg verkefni að takast á við á þingi og því ljóst að ekkert verður af fundum milli stjórnar og forystunnar á Akureyri fyrr en í næstu viku.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Sjá meira
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53