Innlent

Nemandi FÁ dró upp hníf í skólanum

Árni Sæberg skrifar
Myndskeiðið var tekið upp innan veggja FÁ, sem er stranglega bannað.
Myndskeiðið var tekið upp innan veggja FÁ, sem er stranglega bannað.

Myndskeið sem sýnir nemanda í Fjölbrautaskólanum við Ármúla draga upp hníf í skólanum gengur nú manna á milli. 

Ríkisútvarpið hefur eftir Magnúsi Ingvasyni, skólameistara FÁ, að myndskeiðið sýni hóp nemanda kasta skó í annan nemanda, sem bregst ókvæða við og dregur upp hníf.

Í tölvupósti til nemenda og foreldra barna í skólanum segir Magnús að myndskeiðinu hafi verið dreift milli nemenda og fólks utan skólans. Það sé litið alvarlegum augum enda sé sé með öllu óheimilt að bæði taka upp og dreifa myndefni af því sem gerist innan skólans.

Í samtali við Ríkisútvarpið segir Magnús að allir hluteigandi hafi verið kallaðir á fund og að unnið sé í samræmi við aðgerðaáætlun. Nemandanum sem dró upp hnífinn hafi verið vikið úr skólanum og ólíklegt sé að hann eigi afturkvæmt þangað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×