Innlent

Aflýsa Októberfest vegna skyndilegra andláta Fjölnismanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölnismenn minnast tveggja Fjölnismanna.
Fjölnismenn minnast tveggja Fjölnismanna. Vísir/Egill

Íþróttafélagið Fjölnir hefur ákveðið að aflýsa Oktoberfest sem átti að fara fram næstkomandi laugardag. Ástæðan er skyndilegt fráfall tveggja Fjölnismanna.

Halda átti hátíðina í þriðja sinn á laugardaginn í Fjölnishöllinni en tvö ár eru síðan síðast var blásið til veislunnar.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Fjölnis segir að vegna andlátanna skyndilegu og utanaðkomandi aðstæðna hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.

„Við hvetjum alla til að standa saman í Fjölnisfjölskyldunni,“ segir í tilkynningunni. Miðakaupendur fái endurgreitt.

„Við hjá Ungmennafélaginu Fjölni sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til aðstandenda.“

Boðað er til Októberfest á næsta ári þann 23. september.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×