Sjálfstæðismenn gagnrýna biðraðir í mötuneytinu Árni Sæberg skrifar 10. september 2022 20:54 Sjálfstæðismenn komu skoðunum sínum um biðraðir í mötuneyti á framfæri á fundi borgarráðs. Vísir/Vilhelm Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til að ráðist verði í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum starfsmanna Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu og á Höfðatorgi á fundi borgarráðs á fimmtudag. Starfsmenn borgarinnar þurfa að handskrá kennitölur sínar, eða jafnvel skrifa þær niður, til þess að fá hádegismat. Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að bæði í ráðhúsinu og á Höfðatorgi sé búnaður, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfsfólks, og skrá þannig máltíðir þeirra með stafrænum hætti. Sá búnaður hafi hins vegar ekki virkað í mörg ár og því þurfi starfsfólka að slá kennitölur sínar inn í tölvuna með handvirkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér máltíð, eða skrifa jafnvel þessar upplýsingar á pappír, sem liggur frammi í mötuneytunum í því skyni. „Markmið tillögunnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötuneytunum þar sem núverandi fyrirkomulag leiðir til tafa og biðraðamyndunar,“ segir í tillögunni. Þá segir að úrbætur varðandi þetta einfalda atriði myndu eflaust auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar gagnvart starfsfólki sínu og gera það jákvæðara varðandi þá stafrænu vegferð sem borgin er á. Tekist á um stafrænu vegferðina Á sama borgarráðsfundi var haldin kynning um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lögðu fram heldur harðorðar bókanir um kynninguna. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í bókun að nú væru liðin tæplega tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að fjárfesta tíu milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting sé sannarlega mikið framfararskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu,“ segir í bókuninni. Þá segir að mikilvægt sé að hafa hugfasta rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey and Company sem sýni fram á að stafræn umbreyting mistakist í að minnsta kosti sjötíu prósent tilvika. „Það er því mikilvægt að sýna verkefninu aðhald og fylgjast með ráðstöfun fjármuna af gaumgæfni,“ segir í lok bókunnar. Greinilega engu til sparað við gerð kynninga „Kynningar eru ávallt glæsilegar hjá þessu sviði og greinilega engu til sparað til að gera þær áhrifaríkar. Nauðsynlegt var að ganga rösklega til verks í stafrænni umbreytingu enda er það framtíðin. Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi,“ svo hefst bókun Helgu Þórðardóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hún segir að gríðarlegu fjármagni hafi verið veitt í að búnað. „Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma,“ segir hún og vísar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Helga segir að nálgun sviðsins undanfarin ár hafi einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hafi verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar séu til. Það hafi fengið að gerast án athugasemda meirihlutans. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að bæði í ráðhúsinu og á Höfðatorgi sé búnaður, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfsfólks, og skrá þannig máltíðir þeirra með stafrænum hætti. Sá búnaður hafi hins vegar ekki virkað í mörg ár og því þurfi starfsfólka að slá kennitölur sínar inn í tölvuna með handvirkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér máltíð, eða skrifa jafnvel þessar upplýsingar á pappír, sem liggur frammi í mötuneytunum í því skyni. „Markmið tillögunnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötuneytunum þar sem núverandi fyrirkomulag leiðir til tafa og biðraðamyndunar,“ segir í tillögunni. Þá segir að úrbætur varðandi þetta einfalda atriði myndu eflaust auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar gagnvart starfsfólki sínu og gera það jákvæðara varðandi þá stafrænu vegferð sem borgin er á. Tekist á um stafrænu vegferðina Á sama borgarráðsfundi var haldin kynning um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lögðu fram heldur harðorðar bókanir um kynninguna. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í bókun að nú væru liðin tæplega tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að fjárfesta tíu milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting sé sannarlega mikið framfararskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu,“ segir í bókuninni. Þá segir að mikilvægt sé að hafa hugfasta rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey and Company sem sýni fram á að stafræn umbreyting mistakist í að minnsta kosti sjötíu prósent tilvika. „Það er því mikilvægt að sýna verkefninu aðhald og fylgjast með ráðstöfun fjármuna af gaumgæfni,“ segir í lok bókunnar. Greinilega engu til sparað við gerð kynninga „Kynningar eru ávallt glæsilegar hjá þessu sviði og greinilega engu til sparað til að gera þær áhrifaríkar. Nauðsynlegt var að ganga rösklega til verks í stafrænni umbreytingu enda er það framtíðin. Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi,“ svo hefst bókun Helgu Þórðardóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hún segir að gríðarlegu fjármagni hafi verið veitt í að búnað. „Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma,“ segir hún og vísar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Helga segir að nálgun sviðsins undanfarin ár hafi einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hafi verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar séu til. Það hafi fengið að gerast án athugasemda meirihlutans.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira