Lífið

Haraldur Franklín og Kristjana selja en ætla ekki langt

Elísabet Hanna skrifar
„Hér er fullkomlega langbest að búa enda ætlum við ekki langt,“ segja þau.
„Hér er fullkomlega langbest að búa enda ætlum við ekki langt,“ segja þau. FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS

Golfarinn Haraldur Franklín og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eru að breyta til eftir að dóttir þeirra Rósa Björk kom í heiminn í sumar. Þau ætla að skipta um heimili en ætla ekki að fara langt og halda sig innan hverfisins.

Samkvæmt upplýsingum á fasteignavef Vísis er íbúðin 85 fermetrar og staðsett á Kársnesinu. Hún skiptist í forstofu, svefnherbergi með fataherbergi, baðherbergi og gott alrými með opnu eldhúsi og stofu. Útgengt er á rúmlega ellefu fermetra svalir til suðurs. Ásett verð er 69.900.000 krónur. 

„Hér er fullkomlega langbest að búa enda ætlum við ekki langt,“ segir Kristjana á Facebook síðu sinni.

Frekari upplýsingar um eignina er hægt að nálgast hér.

Fallegur gangur þegar komið er inn í íbúðina.FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
Eldhúsið og stofan er í opnu og fallegu rýmiFASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
Alrýmið er bjart.FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
Það er fataherbergi í svefnherberginu.FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
Svalir til suðurs.FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
Snyrtilegar svalir.FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
Bjart og rúmgott baðherbergi.FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×