Lífið

Anchorman og aðrar klassískar bíó­myndir lifna við hjá Stöð 2

Tinni Sveinsson skrifar

Stöð 2 frumsýndi í gær metnaðarfulla auglýsingu þar sem hitað er upp fyrir haustdagskrá stöðvarinnar. Leitað var í smiðju streymisveitunnar Stöðvar 2+ og nokkur fræg atriði úr bíómyndum sem þar eru að finna endurgerð.

Meðal kvikmyndanna sem teknar voru fyrir eru Anchorman, Top Gun, Gladiator, Matrix og Titanic.

Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en henni var leikstýrt af Arnari Má Davíðssyni og Hlyni Hólm Haukssyni hjá Ketchup Productions.. Fyrir neðan er síðan hægt að glöggva sig nánar á einstaka atriðum og fá smjörþefinn af því sem sjónvarpsfólk stöðvarinnar mun bralla á næstunni.

Snorri Másson og Þórdís Valsdóttir í Anchorman. Þau verða meðal annars í Íslandi í dag í vetur.Stöð 2
Birgitta Haukdal og Herra Hnetusmjör í Top Gun. Þau verða dómarar í Idol.Stöð 2
Steindi í The Gladiator. Hann verður meðal annars í þáttunum Stóra sviðið, sem hefja göngu sína núna í september.Stöð 2
Sunneva Einars og Jóhanna Helga í The Matrix. Þær snúa aftur með þættina #Samstarf.Stöð 2
Sigrún Ósk í Top Gun. Hún verður meðal annars með Leitin að upprunanum.Stöð 2
Auddi og Gulli Helga í Titanic. Auddi verður meðal annars í Stóra sviðinu og Gulli er farinn af stað með nýja þáttaröð af Gulli byggir.Stöð 2
Bríet og Daníel Ágúst í Top Gun. Þau verða dómarar í Idol.Stöð 2
Björgvin Halldórsson í The Godfather. Hann er rödd Stöðvar 2 og kemur fram í Tónlistarmönnunum okkar.Stöð 2
Dóra Júlía í Legally Blonde. Hún verður meðal annars með þættina Kúnst.Stöð 2

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.