Innlent

130 milljónir í upp­byggingu við­burða­svæðisins í Hljóm­skála­garðinum

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að framkvæmdir hefjist í haust og ljúki í júní 2023.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist í haust og ljúki í júní 2023. Reykjavíkurborg

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að áætlað sé að framkvæmdir hefjist í haust og að þeim verði lokið í júní 2023, en verkið verður áfangaskipt. 

„Þessi tillaga var sérstaklega kynnt í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í mars síðastliðnum og fór enn fremur fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar í apríl.

Hvað verður gert á viðburðarsvæði?

  • Í garðinum verður útbúin álagsþolin viðburðarflöt.
  • Skipt verður um jarðveg á svæðinu og lagðar drenlagnir undir grassvæði.
  • Við grasflötina verður gert nokkuð stórt upphækkað og undirbyggt svæði fyrir svið.
  • Akstursleið fyrir þjónustubíla inn á svæðið verður styrkt.
  • Gróður verður grisjaður og beð stækkuð.
  • Sett verður upp lýsing á svæðinu.
  • Aðstaða fyrir matarvagna verður á aðliggjandi svæði.
Loftmynd af viðburðasvæðinu.Reykjavíkurborg

Ennfremur segir að framkvæmdasvæðið verði lokað af á meðan framkvæmdum stendur. Ekki sé gert ráð fyrir að framkvæmdin hafi teljandi áhrif á umferð um garðinn eða nágrenni hans. Leiðin af brúnni yfir Hringbraut inn í garðinn verði lokuð tímabundið en á meðan verði umferð beint um hjáleið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×