Innlent

Stjörnu-Sæ­var hvetur fólk til að horfa til himins

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Stjörnu-Sævar deilir gjarnan fróðleiksmolum um hin ýmsu málefni himinsins á Facebook. 
Stjörnu-Sævar deilir gjarnan fróðleiksmolum um hin ýmsu málefni himinsins á Facebook.  Vísir/Sigurjón Ólason

Sævar Helgi Bragason, oftar þekktur sem Stjörnu-Sævar segir norðurljós gærkvöldsins aðeins hluta af því sem megi sjá á næturhimninum um þessar mundir en þrjár reikistjörnur skíni nú skært. Haustið sé besti tíminn til þess að sjá vetrarbrautina í allri sinni dýrð.

Sævar segir ástæðu þess að norðurljósin hafi verið svona mögnuð í gær vera op í segulsviði sólar eða öllu heldur, kórónugeilar. Búast megi við flottum norðurljósum áfram vegna þessa en kórónugeil endist mánuðum saman og valdi endurtekningu á norðurljósum. Sú geil sem olli norðurljósunum í gærkvöldi snúi aftur að jörðinni í lok mánaðarins.

Reikistjörnurnar sem megi sjá á næturhimninum um þessar mundir séu Júpíter Satúrnus og Mars. Með stjörnusjónauka megi sjá hringa Satúrnusar ásamt tunglum þar í kring.

„Júpíter er í austri við sólsetur, ægibjartur og fagur. Hann verður bjartastur og næstur okkur 26. september næstkomandi. Tunglið kíkir í heimsókn til hans upp úr 10. september. Prófið að kíkja á hann með handsjónauka. Þið gætuð séð litla punkta við hlið hans, Galíleótunglin. Júpíter er á lofti alla nóttina og hverfur í morgunbirtuna,“ skrifar Sævar.

Hann bendir áhugasömum á auroraforecast.is en þar megi sjá skýjahuluspá, mynd af sólinni sem sýnir kórónugeil ásamt fleiru.

Facebook færslu Sævars má lesa hér að ofan.


Tengdar fréttir

Stjörnu-Sæ­var leysir ráð­gátuna

Röntgensjónaukinn XI Calibur frá NASA sást á himni víðs vegar um land á miðvikudagskvöld og vakti mikla athygli hjá þeim sem hann sáu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×