Stjörnu-Sævar leysir ráðgátuna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júlí 2022 12:13 Stjörnu-Sævar leysti ráðgátuna. Vísir/Sigurjón Ólason Röntgensjónaukinn XI Calibur frá NASA sást á himni víðs vegar um land á miðvikudagskvöld og vakti mikla athygli hjá þeim sem hann sáu. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðiáhugamaður, oftar kallaður Stjörnu-Sævar birti Facebook færslu í gær þar sem hann sagðist hafa fengið margar tilkynningar og myndir af óvenjulegu fyrirbæri á himni kvöldið áður. Fyrirbærið segir Sævar vera röntgensjónaukann XI Calibur frá NASA en sjónaukanum var sleppt frá Kiruna í Svíþjóð. „Þetta er sem sagt svona röntgen geimsjónauki sem þýðir að hann er að mæla rosalega orkuríkt ljós sem berst frá heitu gasi í kringum svarthol og það sem heitir nifteindastjörnur, nifteindastjörnur eru leifar stjarna sem hafa sprungið,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Sævar segir svarthol koma upp um sig sjálf með gasi í kringum þau, við sjáum ekki svartholin heldur gasið. „Þegar að svarthol er að gleypa efni þá má alveg ímynda sér það þannig að það sé eins og niðurfall, þá snýst gasið í hringi og alveg gríðarlega hratt. Það snýst svo hratt að gasið hitnar heil ósköp, verður margar milljónir gráða að hita og þá byrjar það að gefa frá sér ljós sem er svona röntgengeislun,“ segir Sævar Sjónaukinn er hangandi í helíumloftbelg í 37 kílómetra hæð og sást víða um land þar sem skilyrði leyfðu en sjónaukinn eigi að lenda í Kanada innan nokkurra daga. Facebook færslu Sævars og myndir af sjónaukanum má sjá hér að ofan. Geimurinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sævar Helgi Bragason stjörnufræðiáhugamaður, oftar kallaður Stjörnu-Sævar birti Facebook færslu í gær þar sem hann sagðist hafa fengið margar tilkynningar og myndir af óvenjulegu fyrirbæri á himni kvöldið áður. Fyrirbærið segir Sævar vera röntgensjónaukann XI Calibur frá NASA en sjónaukanum var sleppt frá Kiruna í Svíþjóð. „Þetta er sem sagt svona röntgen geimsjónauki sem þýðir að hann er að mæla rosalega orkuríkt ljós sem berst frá heitu gasi í kringum svarthol og það sem heitir nifteindastjörnur, nifteindastjörnur eru leifar stjarna sem hafa sprungið,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Sævar segir svarthol koma upp um sig sjálf með gasi í kringum þau, við sjáum ekki svartholin heldur gasið. „Þegar að svarthol er að gleypa efni þá má alveg ímynda sér það þannig að það sé eins og niðurfall, þá snýst gasið í hringi og alveg gríðarlega hratt. Það snýst svo hratt að gasið hitnar heil ósköp, verður margar milljónir gráða að hita og þá byrjar það að gefa frá sér ljós sem er svona röntgengeislun,“ segir Sævar Sjónaukinn er hangandi í helíumloftbelg í 37 kílómetra hæð og sást víða um land þar sem skilyrði leyfðu en sjónaukinn eigi að lenda í Kanada innan nokkurra daga. Facebook færslu Sævars og myndir af sjónaukanum má sjá hér að ofan.
Geimurinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira