Fékk senda drelliflotta loðhúfu frá Gorbachev Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2022 12:34 Félagarnir Þorsteinn Úlfar og Gorbachev heitinn sem sendi Þorsteini sérstaklega loðhúfu sem hann á enn og notar þegar svo ber undir. Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur með meiru kann að segja skemmtilega og athyglisverða sögu af því hvernig það kom til að hann eignaðist forláta loðhúfu sem sjálfur Gorbachev sendi honum sérstaklega. Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, féll frá í gær, en hann var 91 árs að aldri. Hann hafði óumdeilanlega mikil áhrif á gang heimssögunnar og er nú minnst um heim allan. Ekki síst er hann Íslendingum minnisstæður eftir hinn fræga fund sem Gorbachev og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu á Íslandi 1986. Skrifaði Gorbachev þakkarbréf Þorsteinn var, líkt og flestir landar hans á þeim tíma, innblásinn vegna þessa heimssögulega viðburðar sem átti sér stað í túnfætinum heima. „Ég skrifaði Gorbachev bréf eftir fundinn í Höfða, þakkarbréf þótt árangur fundarins væri rýrari en vonast var til,“ segir Þorsteinn. Hann hugsaði svo ekki meira um það en fáum árum síðar barst honum bréf frá skosku útgáfufyrirtæki sem hafði áætlanir um að gefa út bók sem Þorstein minnir að hafi átt að heita „Letters to the premier“ eða eitthvað álíka. Og Þorsteinn var spurður hvort ég samþykkti að mitt bréf væri birt. „Ég hafði ekkert á móti því og svaraði að það væri í lagi. Svo fæ ég annað bréf frá þeim þar sem mér er boðið að kaupa bókina sem mér fannst andskoti dýr. Í engu svaraði ég því bréfi og hélt áfram með lífið.“ „Made in Finland“ Líður og bíður og Þorsteinn velti þessu ekki meira fyrir sér nema þetta sama ár berst honum tilkynning frá póstinum að hann eigi pakka á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti. „Að sjálfsögðu fór ég og sótti pakkann sem ég hélt að væri jólagjöf til mín en það reyndist ekki allskostar rétt. Þegar ég kom heim og opnaði pakkann, til að nálgast annan pakka sem ég reiknaði með að væri innan í kassanum. Ekki var það rétt hjá mér því í kassanum var bréf, undirritað af Gorbachev, þar sem mér var þakkað bréfið sem ég sendi.“ Og ekki var þakkarbréf frá þessum síðasta leiðtoga Sovétríkjanna það eina sem var að finna í pakkanum. Heldur var þar forláta loðhúfa. „Húfan Gorbanautur, alveg drelliflott rússnesk loðhúfa. Mér datt í hug safalaskinn eða eitthvað agalega fínt. Að minnsta kosti var húfan flott. Svo kíkti ég inn í hana. Þar stóð skírum stöfum á merkinu, „Made in Finland,““ segir Þorsteinn. Þorsteinn á húfuna enn og segist nota hana stöku sinnum í aftakaveðrum á veturna. „Meðan ég fór á rjúpu var ég alltaf með hana.“ Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, féll frá í gær, en hann var 91 árs að aldri. Hann hafði óumdeilanlega mikil áhrif á gang heimssögunnar og er nú minnst um heim allan. Ekki síst er hann Íslendingum minnisstæður eftir hinn fræga fund sem Gorbachev og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu á Íslandi 1986. Skrifaði Gorbachev þakkarbréf Þorsteinn var, líkt og flestir landar hans á þeim tíma, innblásinn vegna þessa heimssögulega viðburðar sem átti sér stað í túnfætinum heima. „Ég skrifaði Gorbachev bréf eftir fundinn í Höfða, þakkarbréf þótt árangur fundarins væri rýrari en vonast var til,“ segir Þorsteinn. Hann hugsaði svo ekki meira um það en fáum árum síðar barst honum bréf frá skosku útgáfufyrirtæki sem hafði áætlanir um að gefa út bók sem Þorstein minnir að hafi átt að heita „Letters to the premier“ eða eitthvað álíka. Og Þorsteinn var spurður hvort ég samþykkti að mitt bréf væri birt. „Ég hafði ekkert á móti því og svaraði að það væri í lagi. Svo fæ ég annað bréf frá þeim þar sem mér er boðið að kaupa bókina sem mér fannst andskoti dýr. Í engu svaraði ég því bréfi og hélt áfram með lífið.“ „Made in Finland“ Líður og bíður og Þorsteinn velti þessu ekki meira fyrir sér nema þetta sama ár berst honum tilkynning frá póstinum að hann eigi pakka á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti. „Að sjálfsögðu fór ég og sótti pakkann sem ég hélt að væri jólagjöf til mín en það reyndist ekki allskostar rétt. Þegar ég kom heim og opnaði pakkann, til að nálgast annan pakka sem ég reiknaði með að væri innan í kassanum. Ekki var það rétt hjá mér því í kassanum var bréf, undirritað af Gorbachev, þar sem mér var þakkað bréfið sem ég sendi.“ Og ekki var þakkarbréf frá þessum síðasta leiðtoga Sovétríkjanna það eina sem var að finna í pakkanum. Heldur var þar forláta loðhúfa. „Húfan Gorbanautur, alveg drelliflott rússnesk loðhúfa. Mér datt í hug safalaskinn eða eitthvað agalega fínt. Að minnsta kosti var húfan flott. Svo kíkti ég inn í hana. Þar stóð skírum stöfum á merkinu, „Made in Finland,““ segir Þorsteinn. Þorsteinn á húfuna enn og segist nota hana stöku sinnum í aftakaveðrum á veturna. „Meðan ég fór á rjúpu var ég alltaf með hana.“
Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira