Innlent

Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þokkalegt hljóð var í bændum á fundunum ellefu, sem stjórn Bændasamtakanna hélt, ásamt hluta af starfsfólki samtakanna.
Þokkalegt hljóð var í bændum á fundunum ellefu, sem stjórn Bændasamtakanna hélt, ásamt hluta af starfsfólki samtakanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim.

Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti af starfsmönnum samtakanna hafa farið um allt land síðustu daga og haldið ellefu opna fundi með bændum þar sem farið var yfir stöðu greinarinnar og það sem fram undan er.

En hvernig er hljóðið í bændum eftir alla fundina?

„Að öllu jöfnu ef maður tæki heild yfir og deildi síðan með ellefu þá væri sennilega þokkalegt hljóð í öllum bændum, það er sennilega staðan. En auðvitað eru erfiðir tímar í gríðarlegri vaxtahækkun og verðbólgu, aðfangahækkunum, það er nú það, sem brennur helst á bændum, afkomu öryggið til framtíðar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Sunnlenskir bændur fjölmenntu á fundinn á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gunnar segir mjög nauðsynlegt fyrir bændur að fá það eitt skipti fyrir öll á hreint hver stefna ríkisvaldsins og þjóðarinnar er þegar landbúnaður eru annars vegar.

„Okkur vantar skýrari svör eins og fram kemur í stjórnarsáttmálanum, það eigi að efla jarðrækt og kornrækt og akuryrkju en það kemur ekki fram hvernig það á að gerast og hvernig það á að raungerast,“ segir Gunnar.

Gunnar Þorgeirsson fór yfir nokkrar glærur á fundinum á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×