Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Telma Tómasson les.
Telma Tómasson les.

Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Menntamálaráðherra hyggst skoða viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis í skólum. Við ræðum við baráttukonu sem telur að skerpa þurfi á verklagi.

Óvenjulegt skyggni hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna sandstorms. Við förum yfir málið með sérfræðingi í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun í beinni.

Eigendur veitingastaða sem gerðust uppvísir að launaþjófnaði veittu engar skýringar á málinu á fundi í dag að sögn forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna. Krafa starfsmanna hljóði upp á milljónir.

Þá heyrum við í nýjum formanni sambands íslenskra sveitarfélaga, förum yfir geimskotið sem var frestað í dag og kíkjum í dýragarðinn í London þar sem dýrin undirgangast nú heilsufarsskoðun.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttir í spilaranum hér að ofan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×