Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. Við fjöllum um málið og ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við höldum áfram umfjöllun um launaþjófnað og ræðum við ungverskan mann sem sakar íslenskan vinnuveitanda sinn um að hafa haft af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Launaþjófnaðarmál sem þessi geta hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ.

Vika er í dag síðan virkni í eldgosinu í Meradölum lagðist niður. Eldfjallafræðingur segir allt benda til þess að gosinu sé lokið - en það sé þó hvorki það stysta né minnsta hér á landi. 

Þá greinum við frá niðurstöðum óformlegrar könnunar fréttastofu á köldu pottum höfuðborgarsvæðisins. Við heimsækjum þann besta og þann versta samkvæmt könnuninni og ræðum við prófessor í ónæmisfræði um áhrif kaldra baða. Þau eru sannarlega margvísleg. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×