Innlent

Freðhvolf, verkalýðshreyfingin og Hvassahraun til umræðu í Sprengisandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan tíu. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan tíu. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Freðhvolf, misskipting, greining Sólveigar Önnu á verkalýðshreyfingunni og framtíð hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þátturinn hefst klukkan tíu og verður hægt að fylgjast með honum neðar í fréttinni. 

Árni Snorrason veðurstofustjóri gerir grein fyrir niðurstöðum alþjóðlegrar ráðstefnu um svokallað freðhvolf sem haldin var í Hörpu í vikunni. Freðhvolfið tekur yfir allan ís á jörðinni, ís sem bráðnar á báðum heimskautum og miklu víðar á ógnvænlegum hraða með afleiðingum sem vísindamenn reyna að kortleggja en sjá ekki fyrir enn sem komið er.

Stefán Jón Hafstein ætlar að segja frá nýrri bók sinni, Heimurinn eins og hann er og sú mynd sem hann dregur upp af reynslu og ferðalögum vítt og breitt er sláandi dæmi um misskiptingu og misgjörðir mannkynsins.

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur ritað fjórar langar greinar um verkalýðshreyfinguna og stefnu hennar sem hún gagnrýnir harkalega. Þessi ítarlega greinargerð um stöðu einnar mikilvægustu hreyfingar samtímans verður umræðuefni Kristjáns Kristjánssonar og Sólveigar Önnu á tólfta tímanum.

Þeir Björn Leví Gunnarsson og Njáll Trausti Friðbertsson slá svo botninn í þáttinn. Umræðuefnið er áhrif eldgosa á Reykjanesi á hugmyndir um flutning Reykjavíkurflugvallar úr miðju borgarinnar í Hvassahraunið eins og margir hafa talað fyrir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.