Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Telma Tómasdóttir segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30.
Telma Tómasdóttir segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30.

Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsdeildar lögreglu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Við förum yfir daginn í Höfða en þar komu saman leiðtogar Eystrasaltsríkjanna í opinberri heimsókn. Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 

Og við skoðum málið einmitt í ljósi sögunnar með Þorsteini Pálssyni fyrrverandi forsætisráðherra í beinni útsendingu. 

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir að rannsókn skotárásarinnar á Blönduósi um liðna helgi sé flókin. Lögregla telur sig aðeins hafa grófa mynd af atburðarrásinni og af þeim sökum sé erfitt að veita nákvæmar upplýsingar um rannsókn málsins. 

Þá skellir Kristján Már sér í gult vesti og tekur málefni Reykjavíkurflugvallar til umfjöllunar. Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings.

 Við kynnum okkur enn fremur umdeildar auglýsingar haframjólkurframleiðanda í beinni útsendingu en auglýsingarnar hafa hrundið af stað umræðu um framtíð íslenskunnar. Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×