Innlent

Skóla­­­stjórn­endur grunn- og leik­skóla skrifa undir nýja kjara­samninga

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sigurður Sigurjónsson, til vinstri, er formaður Félags stjórnenda leikskóla og Þorsteinn Sæberg, til hægri, er formaður Skólastjórafélags Íslands.
Sigurður Sigurjónsson, til vinstri, er formaður Félags stjórnenda leikskóla og Þorsteinn Sæberg, til hægri, er formaður Skólastjórafélags Íslands. Samsett

Tvö stjórnendafélaganna innan KÍ, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla, hafa hvort um sig náð samkomulagi um nýja kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Félögin skrifuðu undir samningana í dag en gildistími þeirra beggja er frá 1. janúar 2022 til 31. september 2023. 

Eftir helgi munu félögin efna til kynningarfunda fyrir félagsmenn sína og verður í framhaldinu gengið til atkvæða um samningana.

Kynningarfundir á næstu dögum og svo verður kosið

Skólastjórafélag Íslands mun halda þrjá kynningarfundi fyrir félagsmenn sína, þann 29. ágúst í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og á Hótel Selfossi, 30. ágúst í Egilsstaðaskóla og í Naustaskóla á Akureyri og loks 31. ágúst í Austurbæjarskóla og í Grunnskólanum á Borgarnesi. 

Atkvæðagreiðsla hjá félaginu hefst síðan miðvikudaginn 31. ágúst klukkan níu að morgni og lýkur á hádegi mánudaginn 5. september.

Félag stjórnenda leikskóla mun halda staðfundi og fjarfundi til að kynna samninginn og verður nánar greint frá þeim á allra næstu dögum. Atkvæðagreiðsla félagsins um samninginn mun síðan standa dagana frá klukkan níu miðvikudaginn 31. ágúst til hádegis mánudaginn 5. september.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×