Fær ekki að ferðast til New York og verður ekki með á Opna bandaríska Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 19:47 Novak Djokovic verður ekki með á Opna bandaríska risamótinu í tennis. Simon Bruty/Anychance/Getty Images Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic segir að hann muni ekki geta ferðast til New York þar sem Opna bandaríska risamótið í tennis fer fram í næstu viku og mun hann því ekki taka þátt á mótinu. Opna bandaríska risamótið hefst á mánudaginn, en eitt þekktasta nafn tennisheimsins mun ekki taka þátt. Síðan í október á seinasta ári hefur óbólusettum einstaklingum verið bannað að heimsækja Bandaríkin, en Djokovic er einmitt óbólusettur gegn kórónuveirunni. Djokovic fékk ekki tækifæri til að verja titil sinn á Opna ástralska risamótinu í janúar á þessu ári þar sem honum var vísað úr landi sökum þess að hann var ekki bólusettur. Þessi 35 ára tenniskappi tryggði sér sinn 21. risatitil þegar hann sigraði Wimbeldon mótið í seinasta mánuði og er því aðeins einum risatitli á eftir Rafael Nadal sem hefur unnið flesta í sögunni. Hann missir þó af tækifærinu til að jafna metið í næastu viku. Hann hafði vonast eftir því að fá að taka þátt, en birti færslu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann staðfestir að hann muni ekki fljúga til New York til að taka þátt í mótinu. Sadly, I will not be able to travel to NY this time for US Open. Thank you #NoleFam for your messages of love and support. ❤️ Good luck to my fellow players! I’ll keep in good shape and positive spirit and wait for an opportunity to compete again. 💪🏼 See you soon tennis world! 👋🏼— Novak Djokovic (@DjokerNole) August 25, 2022 Djokovic var þó á lista yfir keppendur á Opna bandaríska síðastliðinn mánudag. Þann 30. júlí birti hann einnig færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera að æfa eins og ef hann væri að fara að keppa á Opna bandaríska. Bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC hefur undanfarnar vikur endurskoðað ýmsar reglur er varða óbólusetta borgara Bandaríkjanna. Raglur er varða óbólusetta ferðalanga virðast þó enn vera í gildi. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Serbía Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Sjá meira
Opna bandaríska risamótið hefst á mánudaginn, en eitt þekktasta nafn tennisheimsins mun ekki taka þátt. Síðan í október á seinasta ári hefur óbólusettum einstaklingum verið bannað að heimsækja Bandaríkin, en Djokovic er einmitt óbólusettur gegn kórónuveirunni. Djokovic fékk ekki tækifæri til að verja titil sinn á Opna ástralska risamótinu í janúar á þessu ári þar sem honum var vísað úr landi sökum þess að hann var ekki bólusettur. Þessi 35 ára tenniskappi tryggði sér sinn 21. risatitil þegar hann sigraði Wimbeldon mótið í seinasta mánuði og er því aðeins einum risatitli á eftir Rafael Nadal sem hefur unnið flesta í sögunni. Hann missir þó af tækifærinu til að jafna metið í næastu viku. Hann hafði vonast eftir því að fá að taka þátt, en birti færslu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann staðfestir að hann muni ekki fljúga til New York til að taka þátt í mótinu. Sadly, I will not be able to travel to NY this time for US Open. Thank you #NoleFam for your messages of love and support. ❤️ Good luck to my fellow players! I’ll keep in good shape and positive spirit and wait for an opportunity to compete again. 💪🏼 See you soon tennis world! 👋🏼— Novak Djokovic (@DjokerNole) August 25, 2022 Djokovic var þó á lista yfir keppendur á Opna bandaríska síðastliðinn mánudag. Þann 30. júlí birti hann einnig færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera að æfa eins og ef hann væri að fara að keppa á Opna bandaríska. Bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC hefur undanfarnar vikur endurskoðað ýmsar reglur er varða óbólusetta borgara Bandaríkjanna. Raglur er varða óbólusetta ferðalanga virðast þó enn vera í gildi.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Serbía Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Sjá meira