Lífið

Bein útsending: Miss Universe Iceland

Elísabet Hanna skrifar
Í kvöld kemur í ljós hver hlýtur titilinn Miss Universe Iceland.
Í kvöld kemur í ljós hver hlýtur titilinn Miss Universe Iceland. Aðsent/Miss Universe Iceland - Sissi

Hægt er að fylgjast með Miss Universe Iceland keppninni í beinni útsendingu hér og á Stöð 2 Vísi. Í kvöld kemur í ljós hvaða stúlka hlýtur titilinn í ár og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe 2022. 

Styttist í krýninguna

Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að undirbúningurinn hafi gengið eins og í sögu. „Við erum búnar að vera saman eins og lítil fjölskylda í gegnum allt ferlið og þjöppumst svo vel saman. Ég fer alltaf, það bregst ekki, að hágráta í krýningu,“ sagði hún einnig og nú styttist í stóru stundina. 

Stúlkurnar sem keppa í ár eru sextán talsins og má sjá lista yfir nöfn þeirra hér að neðan:

Jóna Vigdís Guðmundsdóttir, Kolbrún Perla Þórhallsdóttir, Hrafnhildur Haraldsdóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Tinna Elísa Guðmundsdóttir, Sylwia Sienkiewicz, Ísabella Þorvaldsdóttir, Sunna Dögg Jónsdóttir, Elsa Rún Stefánsdóttir, Elísabet Tinna Haraldsdóttir, Maríanna Líf Swain, Erika Bjarkadóttir, Alexandra Andreyeva Tomasdottir, Karen Ósk Kjartansdóttir, Jónína Sigurðardóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir.


Tengdar fréttir

MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár

Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari.

Miss Universe Iceland: „Æfingin skapar meistarann“

Maríanna Líf Swain tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Njarðvík. Hún er að taka þátt í annað sinn í keppninni og segir þátttökuna hafa gert mikið fyrir sig og sitt sjálfstraust. Maríanna elskar gott sushi, stefnir á afbrotafræði í framtíðinni og er stolt af sterkri réttlætiskennd sinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.