Innlent

Erilsöm helgi hjá björgunarsveitum: Koma örmagna göngukonu við Kattarhryggi til bjargar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá Kattarhryggjum.
Frá Kattarhryggjum. Björgunarsveitir

Töluverður erill hefur verið hjá björgunarsveitum um helgina. Björgunarsveitarfólk veitir nú örmagna göngukonu hjálp á Kattarhryggjum í Þórsmörk.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgunarsveitunum. Þar segir að sveitir á Suðurlandi hafi verið kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld eftir að konan, sem var á göngu með hópi fólks hafi orðið örmagna og orkulaus. Illa hafi gengið að bjarga henni og því sé beðið hjá henni eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar sæki hana.

Mörg verkefni

Sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komu ökumönnum fjögurra bíla til aðstoðar sem höfðu fest bíla sína á hálendi og í ám um helgina. „Í Hólmsá á fjallabaki og Þríhyrningsá á Austurlandi höfðu ökumenn fest bíla sína, á Sprengisandsleið var bíll fastur í leðju og björgunarsveitarfólk flutti farþega úr biluðum bíl á Hlöðufellsvegi á Suðurlandi,“ segir í tilkynningu. 

Þá þurfti einnig að aðstoða sjúkraflutningamenn við að flytja slasaða einstaklinga við Svartafoss, Snæfellsjökul og Stórhöfða í Vestamannaeyjum.

Snemma morguns á sunnudegi voru kaldir og hraktir göngumenn sóttir í Kistufellsskála og þeim komið til byggða og eftir hádegi kom björgunarsveitarfólk bónda til aðstoðar við að reka hjörð af nautgripum fyrir Tungufljót.

Frá útkalli björgunarsveita og sjúkraflutningamanna á Snæfellsnesi í dagBjörgunarsveitir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×