Innlent

Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Kjartansdóttir hljóp tíu kílómetra í dag.
Margrét Kjartansdóttir hljóp tíu kílómetra í dag. stöð 2

Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. 

Margrét Kjartansdóttir var ein þeirra sem tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag. Hún tók þátt í fyrsta sinn og hljóp tíu kílómetra í rokinu.

Margrét ákvað að hlaupa fyrir góðgerðafélagið Áfram Klara sem stofnað var fyrir hina sex ára gömlu Klöru sem lenti í alvarlegu hoppukastalaslysi í fyrrasumar. Klara er í mikilli endurhæfingu og kemur líklega til með að lifa við hreyfihömlun og málörðugleika ævina út.

Margrét þekkir ekki til Klöru en ákvað að hlaupa fyrir hana þar sem henni finnst fréttir af slysinu sorglegar.

Þú safnaðir næstum 200 þúsund krónum fyrir Klöru, hvers vegna valdiru hana? 

„Því hún er svo flott og það er leiðinlegt hvað gerðist. Hún lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri.“

Ánægð og stolt

Ertu ekki ánægð með að hafa náð að safna þessum peningi til að styrkja hana? 

„Jú rosalega ánægð, stolt.“

Fannst þér ekkert smá kalt í hlaupinu?

„Nei, ekki þegar maður byrjar að hlaupa,“

Frábær tími hjá þér, hvað varstu lengi að hlaupa þetta?

„Klukkutími og tvær mínútur, “ segir Margrét og kveðst ánægð með árangurinn.


Tengdar fréttir

Hlaupa til styrktar sjö ára stúlku sem slasaðist í hoppu­kastala­slysinu

Áfram Klara er nýstofnað góðgerðarfélag sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. 29 níu manns hafa skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.

For­eldrum brugðið þegar hoppu­kastali tæmdist

Rafmagni sló út með með þeim afleiðingum að hoppukastali í Hljómskálagarðinum tæmdist af lofti. Að sögn sjónarvotta var börnum og foreldrum þeirra nokkuð brugðið en viðburðastjóri hjá Reykjavíkurborg segir engin börn hafa verið í hættu.

Enn langt í að niður­staða fáist í hoppu­kastala­slysið á Akur­eyri

Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra telur líklegt að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig hoppukastali, sem tókst á loft með hrikalegum afleiðingum á Akureyri í fyrrasumar, var festur. Rannsókn málsins er sögð á lokastigi. Eftir niðurstöðu matsmanns fer málið til ákærusviðs lögreglu sem mun gefa sér tíma til að meta hvort gefin verði út ákæra. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.