Lífið

Gunna Dís og Kristján kíktu á skepnuna

Elísabet Hanna skrifar
Gunna Dís og Kristján á frumsýningu myndarinnar Beast sem Baltasar Kormákur leikstýrir.
Gunna Dís og Kristján á frumsýningu myndarinnar Beast sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Vísir/Hulda Margrét.

Fjölmiðlakonan Gunna Dís Em­ils­dótt­ir og eiginmaður hennar Kristján Þór Magnús­son nutu lífsíns saman í Andalúsíu í sumar. Gleðin var við völd í gærkvöldi þegar þau mættu eldhress á forsýningu myndarinnar Beast í leikstjórn Baltasar Kormáks í Laugarásbíó. 

Gunna Dís birti myndir af ferðalagi þeirra hjóna og fjölskyldunnar á Instagram á dögunum. Kristján er fyrrverandi sveita­stjóri Norðurþings þar sem hjónin bjuggu saman. 

Gunna Dís flutti aftur í bæ­inn nýlega þar sem hún hóf á ný störf við dagskrárgerð hjá RÚV. 

Leiðir þeirra lágu á tímabili í sundur en ástin virðist aftur vera við völd, og hreinlega blómstra. 

Kristján Þór flutti aftur í bæinn eftir að hann lét af störf­um sem sveit­ar­stjóri eftir sveitastjórnarkosningarnar í maí síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Gunna Dís komin aftur á RÚV

Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, hefur störf hjá RÚV á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.