Innlent

„Það er alltaf nóg til af dópi,“ segir fíkniefnasali

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi er sagður vera orðinn nokkuð þróaður.
Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi er sagður vera orðinn nokkuð þróaður. Getty

„Það er alltaf nóg til af dópi,“ segir íslenskur kókaínsali í samtali við Morgunblaðið, spurður um áhrif þess að lögregla hafi gert 100 kíló af kókaíni upptæk.

Viðmælandinn segir efnunum mokað inn; meðal annars í póstsendingum, með gámaskipum og Norrænu. Hann segist telja aðgerðir lögreglu mögulega munu hafa áhrif á markaðinn en annars sé nóg að koma inn.

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að um sé að ræða nýjan kafla í Íslandssögunni, en um er að ræða langstærsta fíkniefnamálið sem upp hefur komið hér á landi.

Hann segir að vegna hins mikla magns sem þarna um ræðir sé ekki ólíklegt að efnin hafi í raun verið á leið eitthvað annað en á íslenskan markað; viðkoman hér hafi aðeins verið millilending.

Helgi bendir á að fíkniefnabrot séu ólík öðrum brotamálum að því leyti að þar sé í raun ekki um eiginlegt fórnarlamb að ræða og því hafi enginn hag af því að tilkynna málið, hvorki seljandinn né kaupandinn.


Tengdar fréttir

Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni

Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×