Í vanda staddar vegna „Bridgerton“ tónleika Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. ágúst 2022 21:44 Abigail Barlow og Emily Bear þegar þær unnu Grammy-verðlaun í ár fyrir bestu söngleikjaplötuna. Getty/David Becker Höfundar óopinbera Bridgerton söngleiksins, Abigail Barlow og Emily Bear hafa nú verið lögsóttar af Netflix fyrir brot á hugverkarétti. Margir kannast eflaust við Netflix þættina „Bridgerton“ sem byggðir eru á samnefndum bókum eftir rithöfundinn Julia Quinn en Barlow og Bear sömdu söngleikjalög byggð á fyrstu seríu þáttanna. Lögin gáfu þær út árið 2021 en þær sýndu frá sköpunarferlinu á samfélagsmiðlinum Tiktok og hlutu Grammy-verðlaun fyrir plötuna. Nú eru þær stöllur í vanda staddar vegna tónleika sem þær skipulögðu í kringum plötuna. @abigailbarlowww LONDON! Barlow & Bear are so excited to announce The Unofficial Musical LIVE in Concert at Royal Albert Hall this September! Get your tickets at www.royalalberthall.com #bridgertonmusical original sound - Abigail Barlow Netflix hefur nú kært Barlow og Bear fyrir brot á hugverkarétti en samkvæmt fréttamiðlinum NPR segir Netflix höfundana „vera komna langt fyrir utan mörk þess hefðundna efnis sem skapað sé gjarnan af aðdáendum.“ Barlow og Bear hafi sagt að Netflix hafi stutt útgáfu plötunnar en Netflix segir í kærunni að „þeim hafi aldrei verið veitt leyfi til þess að skapa verk byggð á Bridgerton.“ Ástæða þess að Netlix sé að lögsækja Barlow og Bear núna en ekki um leið og platan kom út árið 2021 séu tónleikar sem þær héldu, vegna plötunnar 26. júlí síðastliðinn og fyrirhugaðir tónleikar í London. Netflix segist hafa boðist til þess að veita þeim ákveðna heimild til þess að halda áfram með tónleikahald ásamt öðru tengdu plötunni en Barlow og Bear hafi hafnað tilboðinu. Líf verksins, tónleikarnir og möguleikinn á því að það komist einhverntímann á Broadway séu vegna þessa í lausu lofti. Sérfræðingar á þessum sviðum segi mál sem þessi oft vera leyst utan réttarhalda en röksemdarfærsla Netflix sé sterk og Barlow og Bear vilji ef til vill sleppa við réttarhöld. „Bridgerton“ plötu Barlow og Bear má hlusta á hér að ofan. Grammy-verðlaunin Bandaríkin Netflix Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sjá meira
Margir kannast eflaust við Netflix þættina „Bridgerton“ sem byggðir eru á samnefndum bókum eftir rithöfundinn Julia Quinn en Barlow og Bear sömdu söngleikjalög byggð á fyrstu seríu þáttanna. Lögin gáfu þær út árið 2021 en þær sýndu frá sköpunarferlinu á samfélagsmiðlinum Tiktok og hlutu Grammy-verðlaun fyrir plötuna. Nú eru þær stöllur í vanda staddar vegna tónleika sem þær skipulögðu í kringum plötuna. @abigailbarlowww LONDON! Barlow & Bear are so excited to announce The Unofficial Musical LIVE in Concert at Royal Albert Hall this September! Get your tickets at www.royalalberthall.com #bridgertonmusical original sound - Abigail Barlow Netflix hefur nú kært Barlow og Bear fyrir brot á hugverkarétti en samkvæmt fréttamiðlinum NPR segir Netflix höfundana „vera komna langt fyrir utan mörk þess hefðundna efnis sem skapað sé gjarnan af aðdáendum.“ Barlow og Bear hafi sagt að Netflix hafi stutt útgáfu plötunnar en Netflix segir í kærunni að „þeim hafi aldrei verið veitt leyfi til þess að skapa verk byggð á Bridgerton.“ Ástæða þess að Netlix sé að lögsækja Barlow og Bear núna en ekki um leið og platan kom út árið 2021 séu tónleikar sem þær héldu, vegna plötunnar 26. júlí síðastliðinn og fyrirhugaðir tónleikar í London. Netflix segist hafa boðist til þess að veita þeim ákveðna heimild til þess að halda áfram með tónleikahald ásamt öðru tengdu plötunni en Barlow og Bear hafi hafnað tilboðinu. Líf verksins, tónleikarnir og möguleikinn á því að það komist einhverntímann á Broadway séu vegna þessa í lausu lofti. Sérfræðingar á þessum sviðum segi mál sem þessi oft vera leyst utan réttarhalda en röksemdarfærsla Netflix sé sterk og Barlow og Bear vilji ef til vill sleppa við réttarhöld. „Bridgerton“ plötu Barlow og Bear má hlusta á hér að ofan.
Grammy-verðlaunin Bandaríkin Netflix Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sjá meira