Enski boltinn

Jón Daði lagði upp í sigri Bolton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson heldur áfram að gera góða hluti hjá Bolton.
Jón Daði Böðvarsson heldur áfram að gera góða hluti hjá Bolton. David Horton - CameraSport via Getty Images

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson lagði upp eina mark Bolton er liðið vann 1-0 sigur gegn Morecambe í ensku C-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Jón Daði var í byrjunarliði Bolton og lék á hægri kanti áður en hann var tekinn af velli þegar rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka.

Eina mark leiksins skoraði Conor Bradley á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Jóni Daða og niðurstaðan því 1-0 sigur Bolton.

Jón Daði og félagar hafa farið vel af stað í upphafi tímabils í ensku C-deildinni og hafa nú unnið tvo og gert tvö jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum. Liðið er því með átta stig í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Ipswich.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.