Menning

Höfundur Hesta­hvíslarans fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Nicholas Evans varð 72 ára.
Nicholas Evans varð 72 ára. Getty

Enski rithöfundurinn Nicholas Evans, sem þekktastur er fyrir að hafa ritað skáldsöguna um Hestahvíslarann, er látinn, 72 ára að aldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufyrirtækinu Unted Agents. Evans lést af völdum hjartaáfalls, en hann bjó við ána Dart í héraðinu Devon í suðvesturhluta Englands.

Bókin um Hestahvíslarann kom út árið 1995 og seldist hún í um 15 milljónum eintaka og varð metsölubók í um tuttugu löndum. 

Bókin var þýdd á rúmlega fjörutíu tungumál og var gerð kvikmynd sem byggði á bókinni árið 1998 með þeim Robert Redford, Scarlet Johansson, Sam Neill og Kristin Scott Thomas í aðalhlutverkum.

Sagan um Hestahvíslarann fjallar um ritstjórann Annie Graves, Grace, dóttur hennar, og hestahvíslarann Tom Booker sem býr í Montana í norðurhluta Bandaríkjanna. Eftir slys leita mægurnar til Bookers með trylltan hest, Pilgrim, en dvöl þeirra í Montana á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra allra.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.