Vlahovic og Di María í stuði í fyrsta leik

Valur Páll Eiríksson skrifar
Di María skoraði og lagði upp fyrir Vlahovic í fyrsta leik sínum fyrir Juventus.
Di María skoraði og lagði upp fyrir Vlahovic í fyrsta leik sínum fyrir Juventus. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO

Di María kom til Juve frá Paris Saint-Germain í sumar en hann kom liðinu á bragðið á 26. mínútu með marki eftir stoðsendingu Brassans Alex Sandro. Vlahovic tvöfaldaði forystu liðsins af vítapunktinum skömmu fyrir leikhlé.

Þá voru aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Vlahovic skoraði sitt annað mark í leiknum, eftir stoðsendingu frá Di María.

Juventus vann leikinn 3-0 og fer vel af stað á nýrri leiktíð.

Markaleikur í Veróna

Í Veróna tóku heimamenn í Hellas Verona á móti Napolí. Töluverðar breytingar hafa verið á liði gestanna í sumar en Dries Mertens, Lorenzo Insigne og Kalidou Koulibaly eru allir horfnir á braut.

Heimamenn byrjuðu betur þar sem Kevin Lasagna kom Verona í forystu á 29. mínútu. Aðeins átta mínútum síðar jafnaði georgíska ungstirnið Kvicha Kvaratskhelia hins vegar metin í sínum fyrsta leik fyrir félagið, en hann hefur tekið stöðu Insigne á vinstri kanti liðsins. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom Napoli svo yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Frakkinn Thomas Henry jafnaði fyrir Veróna snemma í síðari hálfleik en mörk frá Pólverjanum Piotr Zielinski, Stanislav Lobotka og Matteo Politano tryggðu Napoli 5-2 útisigur í fjörugum leik.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.