Lífið

Heche sögð liggja bana­leguna

Árni Sæberg skrifar
Anne Heche er sögð feig.
Anne Heche er sögð feig. Jesse Grant/Getty

Fjölskylda leikonunnar Anne Heche hefur tilkynnt að ekki sé búist við því að hún lifi eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir viku síðan.

Leikkonan Anne Heche er lífshættulega slösuð eftir bílslys sem átti sér stað í Los Angeles síðasta föstudag. Að sögn vitna ók leikkonan bifreið sinni á miklum hraða, þar til að bifreiðin lenti utan vegar og hafnaði á íbúðarhúsi.

Fjölskylda hennar hefur nú tillkynnt að hún muni að öllu líkindum ekki lifa bílslysið af. Hún sé enn í dái og með mikinn heilaskaða af völdum súrefnisskorts. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

„Við þökkum öllum fyrir hlýjar kveðjur og bænir fyrir heilsu Önnu. Þá þökkum við starfsfólki spítalans og yndislegum hjúkrunarfræðingum,“ segir í tilkynningunni.

Á sama tíma og Heche liggur banaleguna rannsakar lögreglan í borg englanna bílslysið sem alríkisglæp. Blóðmælingar hafa gefið til kynna að Heche hafi verið undir áhrifum kókaíns og jafnvel fentanýls.


Tengdar fréttir

Anne Heche í lífs­hættu eftir bíl­­slys

Leikkonan Anne Heche er lífshættulega slösuð eftir bílslys sem átti sér stað í Los Angeles í gær. Að sögn vitna ók leikkonan bifreið sinni á miklum hraða, þar til að bifreiðin lenti utan vegar og hafnaði á íbúðarhúsi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.