Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 09:23 Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík verður ekki með mannskap á svæðinu í dag. Vísir//Vilhelm Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en svæðið hefur verið lokað almenningi frá því klukkan fimm í gærmorgun. Vegna lokunar á svæðinu verður tækifærið nýtt í dag til að lagfæra gönguleið A, en það er sú gönguleið sem flestir fara þegar farið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu. Opnað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan tíu á morgun þriðjudag að öllu óbreyttu. Búist er við vindhraða á bilinu átta til tólf metrum á sekúndu á gönguleiðinni í dag auk strekkings og úrkomu. Því gæti gönguleiðin verið blaut eða hál. Björgunarsveitarfólk að hvíla sig Að sögn lögreglunar á Suðurnesjum er nú vont veður upp á fjalli, mikil rigning og mun hvessa verulega eftir hádegi. „Björgunarsveitin Þorbjörn er með sitt fólk í hvíld, sem er vel skiljanlegt þar sem mikið hefur mætt á þeim undanfarið. Við viljum benda á að eins og staðan er núna þá er engin björgunarsveitarmaður á fjallinu og því ekki hægt að aðstoða þá sem þurfa aðstoð þarna í dag komi eitthvað upp á,“ segir í Facebook-færslu lögregluembættisins. „Það eru vinsamleg tilmæli frá okkur til ykkar að gefa starfsfólki sem er við vinnu til að bæta aðgengi fólks að gosinu við gosstöðvarnar rými til að athafna sig og ekki síður að biðla til ykkar að fara ekki þarna upp í dag þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi ykkar.“ Góð veðurspá sé fyrir morgundaginn og því megi búast við að opið verði inn á svæðið. Greint hefur verið frá því að þó nokkrir ferðamenn hafi reynt að koma sér að gosstöðvunum í gær en verið snúið við af björgunarsveitum. Almannavarnir hafa biðlað til almennings og fólks í ferðaþjónustunni að láta ferðamenn vita af lokuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en svæðið hefur verið lokað almenningi frá því klukkan fimm í gærmorgun. Vegna lokunar á svæðinu verður tækifærið nýtt í dag til að lagfæra gönguleið A, en það er sú gönguleið sem flestir fara þegar farið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu. Opnað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan tíu á morgun þriðjudag að öllu óbreyttu. Búist er við vindhraða á bilinu átta til tólf metrum á sekúndu á gönguleiðinni í dag auk strekkings og úrkomu. Því gæti gönguleiðin verið blaut eða hál. Björgunarsveitarfólk að hvíla sig Að sögn lögreglunar á Suðurnesjum er nú vont veður upp á fjalli, mikil rigning og mun hvessa verulega eftir hádegi. „Björgunarsveitin Þorbjörn er með sitt fólk í hvíld, sem er vel skiljanlegt þar sem mikið hefur mætt á þeim undanfarið. Við viljum benda á að eins og staðan er núna þá er engin björgunarsveitarmaður á fjallinu og því ekki hægt að aðstoða þá sem þurfa aðstoð þarna í dag komi eitthvað upp á,“ segir í Facebook-færslu lögregluembættisins. „Það eru vinsamleg tilmæli frá okkur til ykkar að gefa starfsfólki sem er við vinnu til að bæta aðgengi fólks að gosinu við gosstöðvarnar rými til að athafna sig og ekki síður að biðla til ykkar að fara ekki þarna upp í dag þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi ykkar.“ Góð veðurspá sé fyrir morgundaginn og því megi búast við að opið verði inn á svæðið. Greint hefur verið frá því að þó nokkrir ferðamenn hafi reynt að koma sér að gosstöðvunum í gær en verið snúið við af björgunarsveitum. Almannavarnir hafa biðlað til almennings og fólks í ferðaþjónustunni að láta ferðamenn vita af lokuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14
Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30
Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13