Sport

Íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti

Valur Páll Eiríksson skrifar
Annie Mist Þórisdóttir vann heimsleikana í Crossfit árin 2011 og 2012.
Annie Mist Þórisdóttir vann heimsleikana í Crossfit árin 2011 og 2012. mynd/@anniethorisdottir

Crossfit Reykjavík lenti í fjórða sæti í liðakeppninni á heimsleikunum í Crossfit en liðið lauk keppni fyrir skemmstu. Annie Mist Þórisdóttir fór fyrir liðinu.

Reykvíska liðið missti bandaríska liðið Invictus upp fyrir sig, en liðin hafa átt í sætaskiptum um helgina. Liðið lenti í fimmta, þriðja og fjórða sæti í greinum dagsins og lauk keppni í fjórða sæti í heildarkeppninni.

Lið Mayhem Independence frá Bandaríkjunum vann síðustu sex greinar keppninnar og vann að lokum með þónokkrum yfirburðum. Oslo Navy Blue lenti í öðru sæti á undan Invictus.

Annað lið Mayhem lið, Independence, lenti í fimmta sæti í keppninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.