Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.

Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni, þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu.

Svæðinu í kring um gosstöðvarnar var lokað í morgun vegna veðurs og verður áfram lokað þar til í fyrramálið. Við ræðum við samskiptastjóra almannavarna um stöðuna í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Við fylgjumst með stöðunni á Gaza svæðinu en þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gazaströndinni í gær.

Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur.

Þá förum við í Árbæjarsafn og skoðum flugdreka sem börn bjuggu til í dag og skoðum vinsælan salthúsmarkað á Stöðvarfirði.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.