Innlent

Fá að skjóta á Álfs­nesi á ný

Árni Sæberg skrifar
Dagný Huld Hinriksdóttir, afrekskona í skotíþróttum, við æfingar í Álfsnesi.
Dagný Huld Hinriksdóttir, afrekskona í skotíþróttum, við æfingar í Álfsnesi. Aðsend/Guðmundur Gíslason

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn) í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes.

Þá sagði einnig í úrskurðu nefndarinnar að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, m.a. vegna hávaðamengunar.“

Í Morgunblaði dagsins segir að vegna þess hafi verið ráðist í ýmsar mælingar á svæðinu, til að mynda hljóðmælingar. Niðurstöður mælinga hafi sýnt að röskun af starfsemi Skotreyn væri „langt undir öllum viðmiðunarmörkum,“ og því hafi leyfið verið gefið út á ný.


Tengdar fréttir

Skot­svæðinu í Álfs­nesi lokað fyrir­vara­laust

Skotfélagi Reykjavíkur var í dag gert að stöðva alla starfsemi á skotvelli félagsins í Álfsnesi þegar í stað. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.