Innlent

Sóley Embla er íbúi númer ellefu þúsund í Árborg

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fjölskyldan með Kjartani Björnssyni, forseta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar, sem kom færandi hendi nú síðdegis til að heiðra íbúa númer 11 þúsund í Árborg.
Fjölskyldan með Kjartani Björnssyni, forseta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar, sem kom færandi hendi nú síðdegis til að heiðra íbúa númer 11 þúsund í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson

11 þúsundasti íbúi Sveitarfélagsins Árborgar var heiðraður nú síðdegis en það var lítil stúlka, sem fæddist 21. júní og hefur hún verið nefnd Sóley Embla. Foreldrar hennar eru Sindri Freyr Ágústsson úr Þorlákshöfn og Helena Guðmundsdóttir frá Selfossi en fjölskyldan býr á Selfossi.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar heimsótti fjölskylduna og færði henni gjafir frá Árborg og barnafataversluninni Yrju á Selfossi í tilefni af tímamótunum.

Sóley Embla með mömmu sinni og hundinum Brúnó.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað íbúunum er að fjölga mikið og að við séum komin með íbúa númer 11 þúsund er náttúrulega alveg stórkostlegt. Ég óska foreldrum hennar og litlu Sóley Emblu innilega til hamingju,“ segir Kjartan.

Sindri Freyr, stoltur pabbi með íbúa númer 11 þúsund í Árborg í fanginu, Sóley Emblu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kjartan forseti að virða íbúa númer 11 þúsund fyrir sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.