Innlent

Landsmenn vilja ekki taka upp veskið í jarðgöngum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Samgönguráðherra hefur boðað róttækar breytingar á vegakerfinu.
Samgönguráðherra hefur boðað róttækar breytingar á vegakerfinu. Vísir/Vilhelm

Meirihluti landsmanna er á móti fyrirhugaðri gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Samkvæmt könnun Maskínu eru 55 prósent landsmanna andvíg gjaldtöku, en ríflega 20 prósent hlynnt henni. Svipað margir segjast í meðalagi hlynntir eða andvígir.

Fyrr í sumar boðaði innviðaráðherra frumvarp um gjaldtökuna til að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng og önnur göng í framtíðinni. 

Um fimmtungur landsmanna er hlynntur gjaldtöku í jarðgöng líkt og stendur til.Vísir/Kristján

Samkvæmt könnun Maskínu er andstaðan mest á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða um 75 prósent. Um 72 prósent þeirra sem búa á Austurlandi eru andvíg henni en um sextíu prósent íbúa á Norðurlandi. Um helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Reykjanesi eru á móti gjaldtöku.

Andstaðan er mest á Vestfjörðum og Vesturlandi.vísir/Kristján

Könnunin fór fram dagana 20. til 25. júlí og svarendur voru 1.069 talsins.


Tengdar fréttir

Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins

Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×