Mikil ásókn í þyrluferðir: „Þetta er sko enginn ræfill núna“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2022 12:51 Íslendingar virðast rólegri yfir gosinu að mati framkvæmdastjóra Norðurflugs en þó er mikil ásókn í þyrluferðir og allt að bókast upp. vísir/Vísir Gríðarleg ásókn er í þyrluflug yfir gosstöðvarnar og flugfélögin finna fyrir auknum áhuga á landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfiðara en síðast að taka á móti miklum fjölda með skömmum fyrirvara vegna bókunarstöðu. Þrátt fyrir að einungis sólarhringur sé liðinn frá því að eldgosið hófst merkja flugfélög nú þegar aukinn áhuga á Íslandsferðum. Samkvæmt upplýsingum frá Play er áhuginn mikill beggja megin Atlantshafsins og að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair má hið minnsta greina það sama á samfélagsmiðlum félagsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir reynsluna sýna að að þetta sé veruleg landkynning. „Ég held að við verðum að horfa til þessa goss sem ferðamannaviðburðar að vissu leyti,“ segir Jóhannes sem telur að líta eigi til góðrar samvinnu við síðasta gos. „Að það verði tekið upp þetta góða fordæmi um samvinnu yfirvalda, sveitastjórnar, Ferðamálastofu og landeigenda á þessu svæði um hvernig verði komið skipulagi á þetta.“ Það felist í að tryggja aðgengi, setja upp gönguleiðir og skipuleggja eftirlit. Búast megi við meiri umferð nú en síðast þar sem ferðamannastraumurinn hefur nú þegar aukist verulega eftir faraldur. Líta þarf á gosið að vissu leyti sem ferðamannaviðburð segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.vísir/Arnar „Eins og staðan er núna akkúrat inn í ágúst þá er líka mjög mikið bókað á landinu þannig það er ekki hlaupið að því fyrir mikinn fjölda að bóka sig núna með stuttum fyrirvara í ferðir og gistingu.“ Bókanir hrannast inn í þyrluflug yfir gosstöðvarnar að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Íslendingar virðast þó rólegri en síðast. „Maður verður var við það að Íslendingurinn, mig grunar að hann sé farinn að trúa jarðfræðingunum að við séum að komast inn í svona gostímabil. Það eru núna komin eldgos 2021 og 2022 þannig það virðist komið ákveðið mynstur.“ Efiðara gæti þó verið að skipuleggja ferðir nú þar sem gosið er stærra og því megi búast við meiri gasmengun og mögulega verri skilyrðum á köflum. „Svona eldgos er allt annað. Eins og það var orðað svo frægt í fyrra, með að það væri ræfill. Þetta er sko enginn ræfill núna og það gæti því orðið flóknara mál allt saman með þetta eldgos,“ segir Birgir. Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis sólarhringur sé liðinn frá því að eldgosið hófst merkja flugfélög nú þegar aukinn áhuga á Íslandsferðum. Samkvæmt upplýsingum frá Play er áhuginn mikill beggja megin Atlantshafsins og að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair má hið minnsta greina það sama á samfélagsmiðlum félagsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir reynsluna sýna að að þetta sé veruleg landkynning. „Ég held að við verðum að horfa til þessa goss sem ferðamannaviðburðar að vissu leyti,“ segir Jóhannes sem telur að líta eigi til góðrar samvinnu við síðasta gos. „Að það verði tekið upp þetta góða fordæmi um samvinnu yfirvalda, sveitastjórnar, Ferðamálastofu og landeigenda á þessu svæði um hvernig verði komið skipulagi á þetta.“ Það felist í að tryggja aðgengi, setja upp gönguleiðir og skipuleggja eftirlit. Búast megi við meiri umferð nú en síðast þar sem ferðamannastraumurinn hefur nú þegar aukist verulega eftir faraldur. Líta þarf á gosið að vissu leyti sem ferðamannaviðburð segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.vísir/Arnar „Eins og staðan er núna akkúrat inn í ágúst þá er líka mjög mikið bókað á landinu þannig það er ekki hlaupið að því fyrir mikinn fjölda að bóka sig núna með stuttum fyrirvara í ferðir og gistingu.“ Bókanir hrannast inn í þyrluflug yfir gosstöðvarnar að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Íslendingar virðast þó rólegri en síðast. „Maður verður var við það að Íslendingurinn, mig grunar að hann sé farinn að trúa jarðfræðingunum að við séum að komast inn í svona gostímabil. Það eru núna komin eldgos 2021 og 2022 þannig það virðist komið ákveðið mynstur.“ Efiðara gæti þó verið að skipuleggja ferðir nú þar sem gosið er stærra og því megi búast við meiri gasmengun og mögulega verri skilyrðum á köflum. „Svona eldgos er allt annað. Eins og það var orðað svo frægt í fyrra, með að það væri ræfill. Þetta er sko enginn ræfill núna og það gæti því orðið flóknara mál allt saman með þetta eldgos,“ segir Birgir.
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira