Innlent

Bæjarstjóri segir ákvörðun kærunefndar ekki endanlega

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, bendir á að foreldrar 12 mánaða barna geta sótt um að fá 90 þúsund króna greiðslu á mánuði á meðan börn þeirra hafa ekki fengið leikskólapláss.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, bendir á að foreldrar 12 mánaða barna geta sótt um að fá 90 þúsund króna greiðslu á mánuði á meðan börn þeirra hafa ekki fengið leikskólapláss.

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva samningagerð milli Garðabæjar og Fortis ehf um byggingu nýs leikskóla í Urriðaholti ekki endanlega. Ákvörðunin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs 26. júlí síðastliðinn og málinu vísað til bæjarstjóra.

Samkvæmt svörum Almars við fyrirspurn fréttastofu hefur Garðabær frest til 8. ágúst til að gera frekari grein fyrir málinu. Lögmenn bæjarins, ásamt lögmönnum Fortis, hafa leitað lausna og verður málið aftur tekið fyrir í bæjarráði 9. ágúst.

Fréttastofa ræddi í gær við Hafliða Kristinsson, formann íbúasamtaka Urriðaholts, sem sagði þróun mála gríðarleg vonbrigði fyrir foreldra í hverfinu en mörg börn annað hvort biðu eftir leikskólaplássi eða væru skráð í leikskóla annars staðar. Hann sagði íbúa harma ítrekaðar tafir við uppbyggingu í hverfinu.

Almar bendir hins vegar á að í haust verði tekinn í notkun fyrri hluti leikskólans Urriðabóls, þar sem um 90 börn fái pláss. Þá segir hann börn í Garðabæ almennt komast mun yngri inn á leikskóla en víða annars staðar. Bærinn bjóði foreldrum einnig biðlistagreiðslur vegna barna sem hafa ekki fengið leikskólapláss 12 mánaða gömul.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.