„Vil bara að þau séu sett til hliðar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2022 19:28 Arndís komst ekki leiðar sinnar í gær vegna Hopp-hjóls sem búið var að leggja yfir þvera gangstéttina. Skjáskot Arndís Hrund Guðmarsdóttir notar hjólastól og hefur upp á síðkastið lent í því í að komast ekki ferðar sinnar vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttina. Hún hefur ekkert á móti hjólunum sjálfum en telur menningarbreytingar þörf svo fólk leggi hjólunum betur. Eiginmaður Arndísar, Árni Ragnheiðar Salómonsson, birti mynd á Facebook í gær af Arndísi og hundi þeirra, Ísari, fyrir framan Hopp-hjól sem búið var að leggja rammskökku á miðri gangstéttinni þannig að þau komust ekki leiðar sinn. Í færslunni skrifaði hann „Við Arndís, Ísar og Árni erum ekki á móti leiguhlaupahjólum en þegar menningin er að leggja þeim svona þá...“ og skrifaði svo til viðbótar „bætum menninguna og leggjum þeim til hliðar!“ Fólk sem notar hjólastóla, er á hækjum eða með barnavagna verði fyrir áhrifum Blaðamaður heyrði í Arndísi til að spyrja út í atvikið og lagningu rafhlaupahjóla. Arndís segist ekki lenda oft í því að komast ekki leiðar sinnar vegna hjóla á miðjum gangstéttum en það komi fyrir og hún hafi jafnframt heyrt frá mörgum vinum sínum sem hafi lent í sambærilegum atvikum. Hún bætir við að þetta hafi aukist eftir að Hopp-hjólin og önnur leigurafhjól komu til sögunnar. Það sleppi þegar hún hafi einhvern með sér til að færa hjólið en ef hún er ein á ferð getur hún ekkert gert nema að gera sér langa lykkju. Arndís telur að breyti þurfi menningunni svo notendur leigurafhjóla leggi hjólum sínum betur og fólk komist leiðar sinnar.Skjáskot. Það séu hins vegar ekki bara rafhlaupahjólin sem geta valdið þessu heldur gerist þetta einnig þegar fólk leggur bílum sínum upp á stétt. „Þetta er óþægilegt af því stundum hef ég lent í því að þurfa að fara lengst til baka niður götuna og eftir krókaleiðum til að komast fram hjá og aftur upp á gangstéttina,“ segir Arndís. Þá segir Arndís að það sé ekki bara fólk sem notar hjólastóla sem lendi í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna þessa heldur líka fólk með barnavagna og fólk á hækjum. Arndís segist samt alls ekki vera á móti hjólunum, hún vill „bara að þau séu sett til hliðar“ og telur að það þurfi að skapa menningu fyrir því að fólk leggi hjólunum sínum betur svo fólk komist leiðar sinnar. Jafnréttismál Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eiginmaður Arndísar, Árni Ragnheiðar Salómonsson, birti mynd á Facebook í gær af Arndísi og hundi þeirra, Ísari, fyrir framan Hopp-hjól sem búið var að leggja rammskökku á miðri gangstéttinni þannig að þau komust ekki leiðar sinn. Í færslunni skrifaði hann „Við Arndís, Ísar og Árni erum ekki á móti leiguhlaupahjólum en þegar menningin er að leggja þeim svona þá...“ og skrifaði svo til viðbótar „bætum menninguna og leggjum þeim til hliðar!“ Fólk sem notar hjólastóla, er á hækjum eða með barnavagna verði fyrir áhrifum Blaðamaður heyrði í Arndísi til að spyrja út í atvikið og lagningu rafhlaupahjóla. Arndís segist ekki lenda oft í því að komast ekki leiðar sinnar vegna hjóla á miðjum gangstéttum en það komi fyrir og hún hafi jafnframt heyrt frá mörgum vinum sínum sem hafi lent í sambærilegum atvikum. Hún bætir við að þetta hafi aukist eftir að Hopp-hjólin og önnur leigurafhjól komu til sögunnar. Það sleppi þegar hún hafi einhvern með sér til að færa hjólið en ef hún er ein á ferð getur hún ekkert gert nema að gera sér langa lykkju. Arndís telur að breyti þurfi menningunni svo notendur leigurafhjóla leggi hjólum sínum betur og fólk komist leiðar sinnar.Skjáskot. Það séu hins vegar ekki bara rafhlaupahjólin sem geta valdið þessu heldur gerist þetta einnig þegar fólk leggur bílum sínum upp á stétt. „Þetta er óþægilegt af því stundum hef ég lent í því að þurfa að fara lengst til baka niður götuna og eftir krókaleiðum til að komast fram hjá og aftur upp á gangstéttina,“ segir Arndís. Þá segir Arndís að það sé ekki bara fólk sem notar hjólastóla sem lendi í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna þessa heldur líka fólk með barnavagna og fólk á hækjum. Arndís segist samt alls ekki vera á móti hjólunum, hún vill „bara að þau séu sett til hliðar“ og telur að það þurfi að skapa menningu fyrir því að fólk leggi hjólunum sínum betur svo fólk komist leiðar sinnar.
Jafnréttismál Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent