Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. ágúst 2022 14:01 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Egill Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. Grindvíkingar virðast vera orðnir öllu vanir eftir langt tímabil af skjálftum en skjálftarnir sem nú mælast eru stærri en oft áður. Erla Ósk Pétursdóttir, íbúi í Grindavík, segir erfitt að venjast því. „Krakkarnir verða alltaf pínu skelkaðir og dýrin líka, en við bara tökum þessu einn dag í einu. Þessi skjálfti í gær var náttúrulega rosalega stór, þetta var svona stærsti sem ég hef fundið, þó það hafi verið af nógu að taka og það svona gerði mann aðeins órólegan,“ segir Erla. Erla Ósk Pétursdóttir býr í Grindavík en hún segir skjálftann í gær hafa verið þann öflugasta til þessa. Mynd/Einkasafn Hún segir mynd hafa brotnað og að hlutir hafi hrunið úr hillum í stóra skjálftanum en ekki mikið fleira. Þá bendir hún á að Grindvíkingar séu undirbúnir fyrir reglulega skjálfta. „Húsin eru bara þannig núna að það er ekkert mikið sem getur dottið á fólk í svefni eða neitt svona,“ segir Erla og bætir við að húsin sjálf séu sterk. „Við erum bara þakklát fyrir að vera með sterk hús, það er það sem við segjum, og krakkarnir eru rosalega ánægð með það, hvað við erum örugg samt.“ „Ég held að við séum alveg komin á það núna að það má bara fara að gjósa og hætta að hristast,“ segir Erla létt í bragði. Vel fylgst með stöðunni Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að skemmdir vegna skjálftans í gær hafi verið smávægilegar og engar upplýsingar séu um slys á fólki, sem sé fyrir öllu. Afveitulögn fór í sundur milli Svartsengis og Grindavíkurbæjar í gær og var því kaldavatnslaust í gærkvöldi en viðgerðum lauk í nótt. Hann tekur undir það að skjálftinn hafi verið kröftugur. „Skjálfti sem er yfir fimm að stærð, hann er auðvitað bara talsvert öflugur og hann var nú bara rétt við bæjarmörkin hjá okkur auk þess, þannig að það er upplifun fólks hér að þetta hafi verið sterkasti skjálftinn til þessa í þessum hrinum sem að hafa staðið yfir svona með hléum í tvö og hálft ár,“ segir Fannar. Einhverjir séu skelkaðir í bænum vegna skjálftanna en hann ítrekar að flestir séu vel undirbúnir. „Auðvitað er þetta bara mjög óþægileg tilfinning að þetta sé að taka sig upp, við höfðum gjarnan viljað vera laus við þetta en svona er nú bara staðan,“ segir hann. Almannavarnarnefnd fundar ásamt stórum hóp nú í hádeginu til þess að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum.. „Viðbragðsáætlanir eru í sjálfu sér allar til og við erum reynslunni ríkari en engu að síður þá vilja menn bara fara yfir hlutina eins og þeir eru, við fáum líka upplýsingar frá vísindasamfélaginu. Þannig við erum bara að reyna að undirbúa okkur sem best og afla okkur sem bestrar vitneskju,“ segir Fannar. „Það er fylgst með þessu og við látum vita ef að eitthvað fer að gerast meira heldur en nú er orðið. Þannig við bíðum átekta en erum bara í viðbragðsstöðu,“ segir hann enn fremur. Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Grindvíkingar virðast vera orðnir öllu vanir eftir langt tímabil af skjálftum en skjálftarnir sem nú mælast eru stærri en oft áður. Erla Ósk Pétursdóttir, íbúi í Grindavík, segir erfitt að venjast því. „Krakkarnir verða alltaf pínu skelkaðir og dýrin líka, en við bara tökum þessu einn dag í einu. Þessi skjálfti í gær var náttúrulega rosalega stór, þetta var svona stærsti sem ég hef fundið, þó það hafi verið af nógu að taka og það svona gerði mann aðeins órólegan,“ segir Erla. Erla Ósk Pétursdóttir býr í Grindavík en hún segir skjálftann í gær hafa verið þann öflugasta til þessa. Mynd/Einkasafn Hún segir mynd hafa brotnað og að hlutir hafi hrunið úr hillum í stóra skjálftanum en ekki mikið fleira. Þá bendir hún á að Grindvíkingar séu undirbúnir fyrir reglulega skjálfta. „Húsin eru bara þannig núna að það er ekkert mikið sem getur dottið á fólk í svefni eða neitt svona,“ segir Erla og bætir við að húsin sjálf séu sterk. „Við erum bara þakklát fyrir að vera með sterk hús, það er það sem við segjum, og krakkarnir eru rosalega ánægð með það, hvað við erum örugg samt.“ „Ég held að við séum alveg komin á það núna að það má bara fara að gjósa og hætta að hristast,“ segir Erla létt í bragði. Vel fylgst með stöðunni Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að skemmdir vegna skjálftans í gær hafi verið smávægilegar og engar upplýsingar séu um slys á fólki, sem sé fyrir öllu. Afveitulögn fór í sundur milli Svartsengis og Grindavíkurbæjar í gær og var því kaldavatnslaust í gærkvöldi en viðgerðum lauk í nótt. Hann tekur undir það að skjálftinn hafi verið kröftugur. „Skjálfti sem er yfir fimm að stærð, hann er auðvitað bara talsvert öflugur og hann var nú bara rétt við bæjarmörkin hjá okkur auk þess, þannig að það er upplifun fólks hér að þetta hafi verið sterkasti skjálftinn til þessa í þessum hrinum sem að hafa staðið yfir svona með hléum í tvö og hálft ár,“ segir Fannar. Einhverjir séu skelkaðir í bænum vegna skjálftanna en hann ítrekar að flestir séu vel undirbúnir. „Auðvitað er þetta bara mjög óþægileg tilfinning að þetta sé að taka sig upp, við höfðum gjarnan viljað vera laus við þetta en svona er nú bara staðan,“ segir hann. Almannavarnarnefnd fundar ásamt stórum hóp nú í hádeginu til þess að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum.. „Viðbragðsáætlanir eru í sjálfu sér allar til og við erum reynslunni ríkari en engu að síður þá vilja menn bara fara yfir hlutina eins og þeir eru, við fáum líka upplýsingar frá vísindasamfélaginu. Þannig við erum bara að reyna að undirbúa okkur sem best og afla okkur sem bestrar vitneskju,“ segir Fannar. „Það er fylgst með þessu og við látum vita ef að eitthvað fer að gerast meira heldur en nú er orðið. Þannig við bíðum átekta en erum bara í viðbragðsstöðu,“ segir hann enn fremur.
Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56
Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22